Þann 1. mars var fyrsti fundur Baklands Listaháskóla Íslands haldinn eftir skipulagsbreytingar á Félagi um Listaháskóla Íslands. Þær skipulagsbreytingar fólu í sér að Fagfélög og hagsmunahópar skipa fulltrúa í Baklandið sem síðan kjósa úr sínum hópi fulltrúa í stjórn Baklandsins. Fráfarandi stjórn Félags um Listaháskóla Íslands eru Sigurþór Heimisson formaður, Jón Cleon Sigurðsson gjaldkeri, Halldór Úlfarsson ritari og Halla Helgadóttir og Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Nýja stjórn Baklandsins skipa: Halldór Eiríksson, Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, Sigríður Soffía Nielsdóttir, Sindri Leifsson og Hrafnkell Pálmarsson, til vara voru kosin: Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Gunnar Andreas Kristinsson, Rebekka Ingimundardóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir.

Helsta hlutverk Baklandsins  er að skipa fulltrúa í stjórn Listaháskóla Íslands. Baklandið skipar 3 af 5 fulltrúum í stjórn skólans.