Vísindavaka 2022 fer fram laugardaginn 1. október í Laugardalshöll frá 13 - 18. Vísindavakan er haldin samtímis í fjölda borga í Evrópu síðustu helgina í september, undir nafninu Researcher's Night. Markmið Vísindavöku eins og segir á vefsíðu hennar (https://www.visindavaka.is/), er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Framlög ólíkra háskólagreina eru kynnt á Vísindavöku, hugvísindi og listir, jafnt sem félags- og raunvísindi. 

"Listaháskóli Íslands er kjarnastofnun skapandi greina og leggur áherslu á rannsóknagildi sköpunar og listrænnar nálgunar. Aðferðarfræði lista, sem uppspretta þekkingar, byggist á samþættingu sköpunar, fræða og rannsókna. Við skólann eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir þar sem unnið er með margvísleg efni, form og miðla." Hulda Stefánsdóttir, sviðsforseti akademískrar þróunar í Listaháskóla Íslands.

Framlag Listaháskólans til Vísindavöku Rannís er kynning á sex rannsóknarverkefnum akademískra starfsmanna skólans, verkefnum sem ýmist er nýlokið eða standa enn yfir.

Verkefnin eru eftirfarandi:
- INTENT snjallhljóðfæri: Að skilgreina gervigreind 21. aldar gegnum skapandi tónlistartækni.
- Möguleikar sjávarleðurs.
- Óræð lönd.
- Barátta gegn örplastmengun.
- ALDA
- BirkiVist

Upplýsingar um öll verkefni sem kynnt verða á Vísindavökunni, má finna hér:
https://www.visindavaka.is/thatttakendur/