Það var ótrúleg vikan sem leið hjá núverandi og fyrrverandi nemum sviðshöfundabrautar. Útskriftarbekkurinn frumsýndi lokaverkefni sín um helgina við frábærar viðtökur en sýningar standa til 10. apríl, frítt inn og við hvetjum alla til að panta sér miða. 

 

Aðrir fyrrum sviðshöfundanemar voru ansi áberandi í menningarlífinu, Tyrfingur Tyrfingsson frumsýndi nýtt verk á stóra sviði Þjóðleikhússins, Sjö ævintýri um skömm. Þær Annalísa Hermannsdóttir og Tatjana Dís unnu verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum og Snæfríður Sól Gunnarsdóttir vann til verðlauna á Stockfish kvikmyndahátíðinni. Auk þess að vera kynnir á íslensku tónlistarverðlaununum þá framleiddi Guðmundur Felixson ásamt Pálma Frey Haukssyni alla grínsketsa fyrir Heimsforeldra átaki UNICEF á Heimsins mikilvægasta kvöldi  á RÚV síðastliðið laugardagskvöld. 

 

Framtíðin er svo sannarlega björt. Til hamingju öll, með framúrskarandi árangur. 

 

Umsóknarfrestur á sviðshöfundabraut rennur út á miðnætti í dag, 4. apríl.