Hönnunarverðlaun Íslands 2023 voru afhent þann 9. nóvember síðastliðinn í Grósku og er það umtalað hvað umgjörðin hafi verið með glæsibrag og vandað hafi verið til verka. Listaháskóli Íslands er einn af samstarfsaðilum Hönnunarverðlaunanna og hún Eva María Árnadóttir, sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar við skólann bæði sat í dómnefnd og afhenti verðlaun í flokkum Vara ársins. Við tilefnið fór hún með ræðu og sagði meðal annars:
“Listaháskólinn er eins og hönnunarfyrirtæki, í stöðugu umbótastarfi. Við reynum eftir fremsta megni að hlusta á ólíkar raddir samfélagsins, breyta og bæta, út frá áskorunum og þörfum samtímans til að mæta sviðsmyndum framtíðar.  

 Dagur sem þessi gefur okkur tækifæri til að staldra við og hugsa um gildi framúrskarandi hönnunar. Veitir okkur innblástur, varpar ljósi á mikilvægar spurningar og styður okkur í stefnumótun og þróun til framtíðar.  

 Tengsl við samfélagið er einn af lykilþáttum í starfi Listaháskólans og því er það okkur mikilvægt að vera aðili að Hönnunarverðlaununum og fá að taka þátt í samtalinu um hvað það er sem skilgreinir framúrskarandi hönnun.” 

 

Sigurvegarar ársins voru eftirfarandi: 
 

.

., by Miðstöð hönnunar & arkitektúrs

 

.

., by Miðstöð hönnunar & arkitektúrs

Staður ársins: Edda, hús íslenskunnar eftir Hornsteina arkitekta
 

.

., by Miðstöð hönnunar & arkitektúrs

 

.

., by Miðstöð hönnunar & arkitektúrs

 

Vara ársins: Loftpúðinn, eftir Fléttu fyrir Fólk
 

.

., by Miðstöð hönnunar & arkitektúrs

 

.

., by Miðstöð hönnunar & arkitektúrs

 

Verk ársins: Pítsustund, eftir Fléttu og Ýrúrarí

 

.

., by Miðstöð hönnunar & arkitektúrs

Besta fjárfesting í hönnun: Angústúra, bókaforlag
 

.

., by Miðstöð hönnunar & arkitektúrs

 

.

., by Miðstöð hönnunar & arkitektúrs

Heiðursverðlaun: Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna“

 

Það má með sanni segja að fótspor Listaháskóla Íslands séu víða bæði hjá sigurvegurum og tilnefndum á Hönnunarverðlaunum 2023: 

Stúdíó Flétta vann í tveimur flokkum; Vara og Verk ársins. Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir hjá Stúdíó Flétta eru báðar útskrifaðar úr vöruhönnun frá LHÍ. Í flokknum verk voru þær í samstarfi við textílhönnuðinn Ýrúrarí.

Arnar Már Jónsson aðjúnkt í fatahönnun LHÍ og fyrrum nemandi við sama fag var tilnefndur í flokknum Vara.

Í flokknum Staður voru tilnefndir Trípólí-men; Guðni Valberg og Andri Gunnar Lyngberg en þeir eru fyrrum nemendur - verkefnið unnu þeir í samstarfi við Krads þeirra Kristjáns Eggertssonar og Kristjáns Arnar Kjartanssonar. Kristján Örn hefur verið stundakennari sem og Andri Gunnar Lyngberg.

Anna María Bogadóttir dósent í arkitektúr var tilnefnd í flokknum Verk fyrir Jarðsetningu. 

Hörður Lárusson, fyrrum nemandi og stundakennari í grafískri hönnun er í forsvari fyrir Kolofon sem hlaut tilnefningu fyrir Vegrúnu í flokknum Verk ársin. Þess má geta að hjá Kolofon starfa einnig fyrrum nemendur.

Angústúra hlaut verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun en starfsfólk LHÍ kemur mikið við sögu þar, Birna Geirfinnsdóttir prófessor í grafískri hönnun hannar mikið fyrir þau í gegnum fyrirtæki sitt Stúdíó Stúdíó og Bryndís Björgvinsdóttir og Anna Dröfn fræðakennarar í hönnun hafa einnig skrifað bækur sem hafa verið gefnar þar út. Þau gáfu meðal annars út Jarðsetningu hennar Önnu Maríu Bogadóttur.