Upptaka af fjarkynningu á námsframboði í listkennsludeild 4. maí 2020

 

UMSÓKNARFRESTUR Í LISTKENNSLUDEILD ER TIL 11. MAÍ 2020

 

Um kennaranám í LHÍ

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands býður upp á fimm námsleiðir
 
Meistaranám í listkennslufræðum- Fyrir fólk með bakkalárgráðu í listgrein. 
Hér er mikill þverfagleiki þar sem saman kemur hópur fólks úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustum samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum.
 
Meistaranám í kennslufræðum- NÝ NÁMSLEIÐ, fyrir fólk með bakkalárgráðu í öðru en listgreinum.
 
Með nýrri námsbraut er markmiðið að efla aðferðafræði og hlut lista enn frekar í almennu skólastarfi. Með því að opna á nám fyrir fólk með bakkalárgráðu í öðrum greinum, sem hefur áhuga og einhverja þekkingu á aðferðum lista, er byggð brú milli ólíkra greina og fagsviða. Með þessu vill Listaháskólinn skila fleiri vel menntuðum kennurum út í samfélagið sem eru forustuafl skapandi greina. 
 
Meistaranám í listkennslu með aðfararnámi- Fyrir fólk sem hefur lokið amk 120 einingum á bakkalárstigi.
 
Diplóma í leikskólakennslufræðum- 30 eininga viðbótarnám til leikskólakennsluréttinda fyrir þau sem er með listkennsluréttindi. (Tekið er inn á þessa námsleið á tveggja ára fresti, næst er opnað fyrir umsóknir vorið 2020 fyrir haustið 2020 og svo koll af kolli).
 
Diplóma í listkennslufræðum- Eins árs 60 eininga nám fyrir þau sem eru með meistaragráðu í listgrein.
 
Inntak námsins miðar að því að þjálfa leiðtogafærni í kennslu þar sem fólk vinnur saman og samhliða að kennslufræðilegum úrlausnarefnum bæði innan veggja LHÍ og einnig úti á fagvettvangi. Námið er nemendamiðað og lýkur með meistaragráðu. Nemendur útskrifast með leyfisbréf til kennslu.