Dagana 16. - 18. nóvember, mun Sviðslistadeild LHÍ standa fyrir þriggja daga málþingi í tengslum við Reykjavík Dance Festival & Lókal International Performing Arts Festival 2022, fullt af vinnustofum fyrirlestrum og viðburðum tengdum hátíðum. Tvær málstofur verða opnar almenningi. 

Fimmtudaginn 17. nóvember stendur Sviðslistadeild LHÍ í samstarfi við Reykjavík Dance Festival, fyrir málstofu með verðlaunalistakonunni Chiara Bersani. Hún mun tala um rannsóknir sínar og aðferðir sem höfundur og flytjandi sem snúast um hugmyndina um “Political Body”. Málstofan fer fram í Svarta kassanum (L223) í Listaháskólanum við Laugarnesveg 91 og er opin öllum. 

Sjá frekari upplýsingar hér

Föstudaginn 18. nóvember heldur Sviðslistadeild LHÍ í samstarfi við Reykjavík Dance Festival, málstofu um möguleika og styrkleika hátíða. 

Til máls taka: 

  • Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. 
  • María Rut Reynisdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. 
  • Ásgerður Gunnarsdóttir og Alexander Roberts, fyrrum listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival. 
  • Jóhanna Ásgeirsdóttir, listrænn stjórnandi Listar án landamæra. 
  • Karl Taylor, frá Take Me Somewhere Festival í Glasgow, Skotlandi. 

Sjá dagskrá Reykjavík Dance Festival & Lókal International Performing Arts Festival 2022 hér.