EINKASÝNINGARRÖÐ MA ÚTSKRIFTARNEMA Í MYNDLIST 2022

Nú í febrúar og mars fer af stað röð einkasýninga meistaranema í myndlist. Þessar einkasýningar eru undirbúningur fyrir útskriftarsýninguna sem opnar 14. maí í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu út á Granda. Í hópnum eru 11 nemendur, 5 frá Íslandi og 7 erlendir nemendur sem koma frá Kanada, Kína, Bretlandi, Íran/Kanada, Rússland/Bandaríkin og Pólandi.

Einkasýningarnar eru haldnar í galleríum skólans í Laugarnesi og Rýmd í Breiðholti. Þær standa yfir í viku og er opnun aðra hvora viku frá og með 11. og 12. febrúar fram til lok mars. Nemendur vinna að þessum sýningum undir leiðsögn sérstakra leiðbeinenda sem allir eru virtir íslenskir samtímalistamenn. Þar sem þessar einkasýningar eru undirbúningur fyrir útskriftarsýninguna þá veita þær nemendum tækifæri til að prófa nýjar hugmyndir og hvernig best megi útfæra þær í því rými og samhengi sem þeim hefur verið úthlutað. Í byrjun vikunnar eftir opnun sýningarinnar þá eiga sér stað umræður um það sem fyrir augum ber á sýningunni undir stjórn utan að komandi sérfræðings á sviði myndlistar. Í þessum umræðum taka þátt samnemendur í mastersnámi í myndlist og sýningargerð ásamt leiðbeinendum og fagstjóra. Í framhaldi af einkasýningunni tekur við vinna með sýningarstjóra útskriftarsýningarinnar í Nýlistasafninu sem ásamt kennurum skólans leiðbeinir og styður við ferlið á þróun verka til mastersgráðu í myndlist.

 

Solo-exhibition series of MA Fine Art graduating students 2022

From 11th of February to the 3rd of April a series of solo-exhibition will open by the second year MA students in Fine art . These solo-exhibitions are in preparations for the graduating exhibition that opens on the 14th of May in the Living Art Museum in the Marshallhouse in Grandi, Reykjavík. The group consists of 11 students from both Iceland and abroad. There is a great cultural mix with five Icelandic students as well as students from; Canada, China, U.K, Iran/Canada, Russia/U.S.A and Polland.

The solo-exhibitions take place in the IUA‘s galleries in Laugarnes and in Rýmd in Breiðholt. Each exhibition is open for one week with a public opening every second week from the 11th and 12th of February to 3rd of April. The students develop artworks for these exhibitions in close contact with special instructors who are all respected Icelandic contemporary artists. The solo-exhibitions are a preparation for the final degree exhibition and are designed to give the students opportunities to test new ideas and how best to execute them in the related space and context. On Monday after the opening of each exhibition a critical review take place with an invited guest respondent. Present in this review are the MA student group both in fine art and curatorial practice together with the project instructor, the thesis instructor and the MA programme director. Once the solo-exhibition series is over the students work with an appointed curator and academic staff at IUA on the continuing development of their artworks for their graduating exhibition at the Living Art Museum in May.

 

Dagskrá opnana / Openings

Föstudagur / Friday 11. febrúar 
Patryk Wilk - Kubburinn. 17:00 - 19:00
Laugardagur / Saturday 12. febrúar 
Melanie Ubaldo - Rýmd. 14:00 - 16:00
 
Föstudagur / Friday 25. febrúar
Yuhua Bao - Hulduland. 16:00 - 18:00
Laugardagur / Saturday 26. febrúar
Tinna Guðmundsdóttir - Rýmd. 14:00 - 16:00
 
Föstudagur / Friday 11. mars
Martha Haywood - Kubburinn. 16:00 - 18:00
Elnaz Mansouri - Hulduland. 16:00 - 18:00
Laugardagur / Saturday 12. mars
Arnþór Ævarsson - Rýmd. 14:00 - 16:00
 
Föstudagur / Friday 25. mars 
Jasa Baka - Kubburinn. 16:00 - 18:00 
Maria Sideleva - Hulduland. 16:00 - 18:00
Laugardagur / Saturday 26. mars
Ragnhildur Weisshappel - Rýmd. 14:00 - 16:00
 
Fimmtudagur / Thursday 7. april
Freyja Reynisdóttir - Kubburinn. 16:00 - 18:00