Í febrúar og mars fer af stað röð einkasýninga meistaranema í myndlist. Sýningarnar eru undirbúningur fyrir útskriftarsýningu sem opnar 13. maí í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu á Granda. Í hópnum eru 7 nemendur með fjölbreyttan bakgrunn, frá ólíkum heimshlutum.
 
Einkasýningarnar eru haldnar í galleríum Listaháskólans við Laugarnesveg 91 og nemendagalleríinu RÝMD sem staðsett er í Völvufelli 13-21 í Breiðholti. Sýningarnar standa yfir í eina viku í senn og er opnun aðra hvora viku frá og með 24. og 25. febrúar fram til loka mars. Nemendur vinna að einkasýningunum undir leiðsögn ólíkra leiðbeinenda sem allir eru leiðandi í sínu fagi en einkasýningarnar eru undirbúningur fyrir útskriftarsýningu sem opnar í Nýlistasafninu 14. maí. Einkasýningarnar veita nemendum tækifæri til að prófa nýjar hugmyndir og hvernig best megi útfæra þær í því rými og samhengi sem þeim hefur verið úthlutað. Í byrjun vikunnar eftir opnun sýningarinnar eiga sér stað samræður um það sem fyrir augum ber á sýningunni undir stjórn utanaðkomandi sérfræðings á sviði myndlistar. Í þessum umræðum taka þátt samnemendur í mastersnámi í myndlist og sýningargerð ásamt leiðbeinendum og fagstjóra MA námsins. Í framhaldi af einkasýningunni tekur við vinna með sýningarstjóra útskriftarsýningarinnar í Nýlistasafninu sem ásamt kennurum skólans leiðbeinir og styður við ferlið á þróun verka til mastersgráðu í myndlist.
 

Dagskrá opnana

Föstudagur 24. febrúar
Solveig Pálsdóttir – Hulduland. 16:00 - 18:00
Laugardagur 25. febrúar
Sarah Finkle - RÝMD. 14:00 - 16:00
 
Föstudagur 10. mars
Íris María Leifsdóttir - Kubburinn. 16:00 - 18:00
Laugardagur 11. mars
Thora Karlsdóttir - RÝMD. 14:00 - 16:00
 
Föstudagur 24. mars
Deepa R. Iyengar - Kubburinn. 16:00 - 18:00
Jóhanna Margrétardóttir - Hulduland. 16:00 - 18:00
Laugardagur 25. mars
Júlíanna Ósk Hafberg - RÝMD. 14:00 - 16:00