Tilraun um torf er skúlptúr innsetning Ólafar Nordal, dósent myndlistardeildar, í kjallara hússins Ráðagerði sem stendur húsa vestast á Seltjarnarnesi. Verkefnið er hluti af samsýningunni Earth Homing: Reinventing Turf Houses sem stendur yfir á Seltjarnarnesi til 9. september 2018, og er í sýningarstjórn Annabelle von Girsewald. Verkið var unnið með hjálp nemenda í myndlistar- og hönnunardeild LHÍ sem tóku þátt í að skera torf úr mýri, flytja það og þurrka, og loks skera í form.

Sýningin Earth Homing: Reinventing Turf Houses er opin fram á sunnudaginn 9. september. 

Tilraun um torf, er eins og nafnið bendir til afrakstur rannsóknarvinnu á hinu ævagamla byggingarefni mýrartorfi.  Markmið vinnustofunnar var að gefa torfinu nýja merkingu og form innan samtímamyndlistar. Efnið sjálf hefur víða skírskotun meðal annars í jarðfræði, vistfræði og menningarsögu. Kannað var hvernig samtíminn skynjar efnið annarskonar en gengnar kynslóðir.

Með torfhýsi sem útgangspunkt listrænnar tilraunastarfsemi, tengir ,,Earth Homing: Reinventing Turf Houses” okkur við byggingarlist og bústaði okkar. Sýningarverkefninu er ætlað að endurskilgreina pósthúmanískt samband okkar við jarðveginn, út frá hugmyndafræði og í efnislegri uppbyggingu.

Auk Ólafar Nordal eru Claudia Hausfeld, umsjónarmaður ljósmyndaverkstæðis og Hekla Dögg Jónsdóttir, prófessor myndlistardeildar einnig að sýna verk á sýningunni.

Sýningin í Ráðagerði er opin 12:00 - 18:00, föstudag - sunnudag. Nánari upplýsingar má nálgast hér.