SNEIÐMYND

Öflugt rannsóknarstarf kennara við arkitektúrdeild og hönnunardeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.

 

Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunardeildar og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í deildinni.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.

Sneiðmynd haust 2021 hefst 6. október næst komandi, allir fyrirlestrar fara fram á miðvikudögum kl 12:15 - 13:00 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11

 

Dagskráin er eftirfarandi:

 

 • Miðvikudagur 6. október 2021
  Sóley Þráinsdóttir vöruhönnuður og fagstjóri í vöruhönnun 

   

 • Miðvikudagur 20. október 2021 
  Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og fagstjóri fræða & Guðni Valberg arkitekt og einn eiganda Trípólí

   

 • Miðvikudagur 10. nóvember 2021 
  Birna Geirfinnsdóttir grafískur hönnuður og dósent í grafískri hönnun

   

 • Miðvikudagur 24. nóvember 2021 
  Anna María Bogadóttir, arkitekt og lektor við arkitektúrdeild