Fimmtudaginn 20. febrúar afhenti Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðaherra,  Íslensku myndlistarverðlaunin.

Claire Paugam hlaut Hvatningaverðlaun árins en Claire útskrifaðist úr meistaranámi við myndlistardeild Listaháskólans árið 2016.  

 

Claire Paugam er fædd árið 1991. Hún lauk myndlistarnámi við Beaux-Arts de Nantes Métropole árið 2014 og útskrifaðist með meistaragráði í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur síðan þá verið virk í sýningarhaldi bæði hérlendis og erlendis. Hún tók m.a. þátt í „5th Biennale for Young Art“ árið 2016 í Moskvu í Rússlandi og í Ljósmyndahátíð Íslands árið 2018 í Gerðarsafni. Claire hefur einnig haldið fjölda fyrirlestra.

Árið 2017 vann hún sem aðstoðarkennari í bakkalárnámi og meistaranámi við Listaháskólan á Reunion eyjar í Afríku. 

 

Claire vinnur líka gjarnan í samstarfi við aðra listamenn en vinnur einnig sem sýningarstjóri. Síðan 2018 hefur hún unnið með Raphaël Alexandre.

Þau hafa saman búið til innsetningar ásamt gagnvirkum leikmyndum ætlaðar tónleikum. Claire hefur verið í stjórn Nýlistasafnsins í Reykjavík síðan 2019. 

 

Listaháskóli Íslands óskar Claire hjartanlega til hamingju með Hvatningarverðlaunin.