Vinnustofan SVONA GERUM VIÐ, var haldin á bókasafni Listaháskólans 31. janúar síðast liðinn.
 
Kynntar voru afurðir CENTAUR, sem er tveggja ára Erasmus+ verkefni Evrópusambandsins og Björg Jóna Birgisdóttir er verkefnastjóri þess fyrir hönd Listaháskólans. Þátttakendur voru sérfræðingar frá miðstöðvum símenntunar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Listaháskólanum o.fl. Í upphafi kynnti Björg Jóna CENTAUR verkefnið, markmið þess og aðferðarfræði. Því næst sagði  Erna Guðrún Kaaber, menningarstefnusérfræðingur frá skýrslu um stöðu skapandi greina á Íslandi sem unnin var í verkefninu og í lokin kynnti Anna Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi í Myndlistaskólanum í Reykjavík helstu niðurstöður CENTAUR og  framlag listamanna sem hafa þróað verkefni og aðferðir sem geta nýst til að auka þekkingu og færni einstaklinga í  fullorðinsfræðslu.
 
Í lok vinnustofunnar mynduðust góðar umræður og lýstu þátttakendur yfir ánægju sinni með vinnustofuna.  Flestir voru sammála um að afurðirnar séu hagnýtar, notendavænar og geti nýst í fullorðinsfræðslu í framtíðinni.
Verið er að setja efni á heimasíðu verkefnisins og er stefnt að því að það verði allt komið inn í lok mars. Heimasíða verkefnsins er: http://centaur-project.eu/