Carl Boutard, lektor við myndlistardeild, afhjúpaði nýtt útilistaverk í Åkeshov í Stokkhólmi á dögunum.

Titillinn á verkinu er Mo(der)nism og samanstendur af þremur skúlptúrum við sund- og íþróttahöllina í Åkeshov. Verkið, sem gert er úr lökkuðu ryðfríu stáli, er staðsett við innganginn og er sérsniðið að staðsetningunni. Við óskum Carl Boutard sem og samfélaginu í Åkeshov til hamingju með þetta verk.

Listrænt starf Carls Boutard hefur verið mótað af stöðugri þrá hans fyrir náttúrunni. Hans helstu miðlar eru skúlptúr og teikning og spegla verkin oft tengsl á milli manna, náttúru og menningar. Endurtekið þema í verkum hans er um það sem er við það að hverfa, það sem hefur áru og upprunaleika, bæði sjónrænt og frá sjónarhorni innihalds.