Á fimmtudaginn 17. janúar kl. 18:00 mun Bjarki Bragason, lektor og fagstjóri við myndlistardeild, opna sýninguna ÞRJÚÞÚSUNDOGNÍU ÁR í Nýlistasafninu.

Þrjúþúsund og níu ár er hluti af tíu ára ferli þar sem Bjarki hefur fengist við garð ömmu sinnar og afa sem útgangspunkt og aðferð til þess að spegla ólík samhengi og kanna hvernig kortlagning breytinga á sér stað, það að safna hlutnum er fyrir honum jafn mikilvægt og hlutirnir sjálfir.

Sýningin beinir sjónum okkar að ólíkum vistkerfum sem ganga í gegnum byltingar, húsagarður og jökull eru lögð til jafns og við horfum á brot þessara kerfa allt í kring um okkur, staðsett í árekstri hins mennska og þess jarðfræðilega.

Bjarki Bragason (f. 1983) lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Universität der Künste Berlin og lauk framhaldsnámi við California Institute of the Arts í Los Angeles. Hann hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og haldið einkasýningar bæði á Íslandi og utanlands. Bjarki er síðan 2016 lektor og fagstjóri við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Facebook viðburður.