Bjarki Bragason sýnir í Centrum, Berlín

Bjarki Bragason, lektor og fagstjóri BA náms við myndlistardeild dvelur næstu vikuna í vinnustofu í Künstlerhaus Bethanien í Berlín ásamt samstarfsmönnum sínum Marte Kiessling (Berlín) og Thomas Hörl (Vín) við gerð nýrra verka fyrir sýningu þeirra í listamannarekna galleríinu Centrum í Berlín.

Sýningin ber titilinn 52,4821056 + 13,4293293 = many, sem vísar til gps staðsetningu sýningarrýmisins sem er upphafspunktur verkefnisins, en auk þeirra þriggja verða sýnd bókverk Önnu Líndal og Pedro Boese.

Bjarki, Marte og Thomas kynntust þegar þau síðarnefndu voru skiptinemar við myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2005, og hafa þau á undanförnum árum unnið að samsýningum, m.a. í Útúrdúr í Reykjavík, þar sem þau gerðu fjölfeldi ásamt Hildigunni Birgisdóttur, og síðast í listamannarekna rýminu Perlimpinpin í Vínarborg haustið 2016.

Sýningin opnar laugardaginn 28. Október kl. 19, en kl. 18 verður listamannaspjall, og eru allir velkomnir.

http://www.centrumberlin.com

Facebook viðburður

Sýningin er styrkt af Muggi og Starfsþróunarsjóði Listaháskóla Íslands

bjarki_mynd.jpg

Bjarki Bragason, That in Which It, 2012