Auglýst eftir framboði í stjórn LHÍ - framlengdur umsóknarfrestur
 
Stjórn baklands LHÍ óskar eftir framboðum í stjórn Listaháskólans. Laust er nú eitt sæti í stjórn. Öllum er frjálst að senda inn framboð, sem stjórn baklandsins mun í kjölfarið taka afstöðu til. Við biðjum ykkur að láta boðið út ganga meðal ykkar félagsmanna. 
 
Framboð skulu vera einföld: stutt ferilsskrá + kynningarbréf (ekki meira en ein blaðsíða). Framboð sendist á: baklandsstjorn [at] lhi.is

 fyrir 10. nóvember n.k. 
 
Athugið að við meðhöndlun framboða er stjórn baklandsins skylt að taka tillit til laga félagsins, nánar tiltekið:
4.5. gr.
Við ákvörðun um fulltrúa til stjórnarsetu í LHÍ skal stjórn Baklandsins gæta að faglegu jafnvægi milli faggreina til samræmis við markmið og þarfir LHÍ hverju sinni.