Ársfundur Listaháskóla Íslands var haldinn í dag í nýjum sal tónlistadeildar Dynjanda í Skipholti.  

Magnús Ragnarsson, formaður stjórnar opnaði fundinn og var kosinn fundarstjóri. Ritari fundarins var Elín Þórhallsdóttir.  
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor skólans fór stuttlega yfir starfsárið og þakkaði starfsfólki og nemendum fyrir vel unnin störf á liðnu ári.
Enn voru einhver áhrif af völdum heimsfaraldursins og áfram unnið vel úr öllum þeim hindrunum sem takmarkaranirnar ollu.
 
Haukur Björnsson, framkvæmdarstjóri skólans, fór yfir ársreikning og gerði grein fyrir rekstrarárinu.
Eins kynnti hann árskýrlsuna en hana má lesa hér.
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir tók aftur til máls og kynnti úrvinnslu gæðaúttektarinnar sem skólinn fór í á síðastliðnu ári sem hluti af reglubundnu gæðastarfi skólans.
Mikil ánægja var hjá erlendu úttektanefndinni með starfssemi skólans en töluverðar athugasemdir voru gerðar við húsnæði og aðstöðu. 
 
Arktitektastofan Tröð kynnti fyrir viðstöddum úrvinnslu þarfagreiningar á húsnæðisþörfum skólans.
Kynningin sýndi myndrænt það rými sem sem skólinn þarf að til þess að allar listgreinar geti starfað saman undir einu þaki og vakti mikla lukku viðstaddra. 
 
Halldór Eiríksson, formaður Baklands Listaháskólans, fór yfir það starf sem áunnist hefur á síðastliðnu ári.
Þeim hefur tekist að auka í þeim hóp sem styðja við starf skólans sem er mikið ánægjuefni.