Anna Dröfn Ágústsdóttir hefur verið ráðin aðjúnkt og fagtjóri fræðigreina í B.A. námi við hönnunar- og arkitektúrdeild en hún hóf störf sín síðastliðið vor.
 
Anna Dröfn er með MA gráðu í bæði sagnfræði og hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Anna Dröfn hefur kennt rannsóknaraðferðir, ritgerðarskrif og akademísk vinnubrögð við LHI frá árinu 2014 auk þess að hafa umsjón með ólíkum fræðinámskeiðum. Í rannsóknum sínum hefur Anna Dröfn meðal annars skoðað þéttbýlisþróun, skipulagsmál og byggingarlist í Reykjavík. Árið 2013 kom út bókin Reykjavík sem ekki varð sem Anna Dröfn skrifaði ásamt Guðna Valberg arkitekt.
 
Við bjóðum Önnu Dröfn velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í starfi.