Ágrip af helgisögum moldarinnar

Artaud á Norður-Ítalíu 1990-2010

Atli Ingólfsson, tónskáld, prófessor. 
 
Umfjöllun með dæmum um nokkur afsprengi artódísks leikhúss á Ítalíu og tengsl þess við tónleikhús. Einnig var sett á svið eitt stutt atriði úr óperu Atla, Njáls sögu, sem tengist umræðuefninu beint.
 
Atli Ingólfsson er prófessor í tónsmíðum við LHÍ. Hann bjó lengi á Ítalíu og kynntist þar starfi framsækinna leikhópa. Hann hefur samið þrjú tónleikhúsverk sem sviðsett hafa verið og hefur hann leikstýrt einu þeirra. Hann viðurkennir fúslega að sýningar Societas Raffaello Sanzio, auk þess að móta sýn hans á leikhúsið, höfðu talsverð áhrif á tónlist hans almennt. Ber þar helst að nefna þá tilfinningu fyrir svæðinu handan tungumálsins sem full meðvitund um líkamlega tilveru okkar felur í sér.