Æfingar eru nú hafnar á leikverkinu Krufning á sjálfsmorði eftir Alice Birch í þýðingu Sölku Guðmundsdóttur.
 
Sýningin er útskriftarverkefni leikararbrautar LHÍ og verður, ef allt gengur eftir, frumsýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri 21. maí og flyst svo yfir í Kassann í Þjóðleikhúsinu 27. maí.
Sýningin er samstarf Leikfélags Akureyrar, Þjóðleikhús og Listaháskóla Íslands
Krufning á sjálfsmorði fjallar um þrjár  kynslóðir kvenna þar sem áhrif sorgar og áfalla vara mann fram af manni. Hvað mótar persónu okkar mest? Erfðir, uppeldi eða samfélagsleg áhrif?
 
Alice Birch eitt áhugaverðasta unga leikskáld Breta. Krufning á sjálfmorði var frumsýnt í Royal Court leikhúsinu í London í leikstjórn Katie Mitchell og hlaut Susan Smith Blackburn verðlaunin árið 2018.
 
Leikstjórinn Marta Nordal, sem jafnframt er leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, er mjög spennt fyrir verkefninu. „Það er ótrúlega gefandi að takast á við þetta krefjandi og mikilvæga leikrit með leikurum framtíðarinnar,“ segir Marta
 
Leikarar eru Almar Blær Sigurjónsson, Björk Guðmundsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Fannar Arnarson, Kristrún Kolbrúnardóttir, Níels Thibaud Gierard, Örn Gauti Jóhannsson, Stefán Þór Þorgeirsson og Urður Bergsdóttir. Brynja Björnsdóttir er höfundur leikmyndar og búninga og lýsingu hannar Ólafur Ágúst Stefánsson.