Nýverið voru auglýstar tíu lausar stöður háskólakennara við Listaháskólann og rann umsóknarfrestur út þann 13. apríl sl. Um er að ræða stöður við fjórar af fimm deildum skólans, hönnunar- og arkitektúrdeild, myndlistardeild, sviðslistadeild og tónlistardeild og bárust alls 94 umsóknir um störfin. 

Mikill fjöldi umsókna er mjög ánægjulegur og þakkar Listaháskólinn umsækjendum fyrir sýndan áhuga á störfum við skólann.

Umsóknir eru nú í ráðningarferli, er þar fyrst um sinn um að ræða úrvinnslu umsóknanna og mat á hæfi umsækjenda. Miðað er við að ráðið verði í stöðurnar frá 1. ágúst 2016.