Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 talsins.

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.

Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Dagskrá einkasýninga 3. árs:

4. október
Ósk Gunnlaugsdóttir - Hulduland
Bergur Nordal Gunnarsson - Kubburinn
Hildur Elísa Jónsdóttir - Naflinn

11. október
Harpa Dís Hákonardóttir - Hulduland
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir - Naflinn
Ólöf Björk Ingólfsdóttir - Kubburinn

18. október
Ósk Jóhannesdóttir - Kubburinn
Katrín Lilja Kristinsdóttir - Hulduland
Sigrún Erna Sigurðardóttir - Naflinn

25. október
Jóhanna Rakel Jónasdóttir - Hulduland
Nína Kristín Guðmundsdóttir - Kubburinn
Salka Rósinkranz - Naflinn

8. nóvember
Bernharð Þórsson - Naflinn
Patricia Carolina Rodriguez - Kubburinn
Valey Sól Guðmundsdóttir - Hulduland

15. nóvember
María Rún Þrándardóttir - Hulduland
Óskar Þór Ámundason - Kubburinn
Robert Karol Zadorozny - Naflinn

22. nóvember
Jóhann Ingi Skúlason - Naflinn
Katla Rúnarsdóttir - Kubburinn
Sigríður Erla Jóhönnudóttir - Hulduland

29. nóvember
Anna Margrét Ólafsdóttir - Kubburinn
Hákon Bragason - Hulduland
Helena Margrét Jónsdóttir - Naflinn