Nýsköpunarsjóður námsmanna úthlutaði á dögunum í annað sinn á þessu ári, styrkjum til sumarverkefna háskólanema en viðbótarfjármagni, um 360 milljónum króna, var veitt í sjóðinn vegna heimsfaraldurs Covid-19 og áhrifa hans á atvinnutækifæri háskólanema.
 
Að þessu sinni hlutu 19 verkefni tengd Listaháskóla Íslands styrk fyrir sumarstörfum 32 nemenda í 82,5 mánuði. Alls bárust sjóðnum 992 umsóknir nú og hlutu alls 284 verkefni styrki. Við fyrri úthlutun í vor höfðu níu verkefni tengd Listaháskólanum hlotið styrki fyrir 19 nemendur skólans. Það eru því alls um 10% allra nemenda við Listaháskóla Íslands sem starfa að sjálfstæðum verkefnum með stuðningi sjóðsins í sumar. Háskólinn fagnar velgengni verkefna nemenda á sviði listrannsókna og rannsókna á fagsviði lista, hönnunar, arkitektúrs og listkennslufræða en Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur stutt dyggilega við fjölbreytt viðfangsefni listnema og þar með framgang rannsókna í listum.  
 
Eftirtalin verkefni hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni:
 
Hönnunar- og arkitektúrdeild
 
Hringrás Plastplan: Iðnaðar prentun úr endurunnu plasti
Umsjónarmaður er Björn Steinar Blumensteins, sjálfstætt starfandi hönnuður og stundakennari við Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Plastplan ehf. Verkefnið fékk styrk í þrjá mánuði fyrir tvo nemendur háskólans.
 
Byggingarefni framtíðar
Umsjónarmaður er Björn Guðbrandsson arkitekt og prófessor í arkitektúr við Listaháskólann. verkefnið fékk styrk í þrjá mánuði fyrir tvo nemendur háskólans. Að verkefninu koma Arkís arkitektar og Listaháskóli Íslands.
 
Kortlagning Bragðfanga
Umsjónarmaður er Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður og fagstjóri meistaranámsbrautar í hönnun við Listaháskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk fyrir einn nemanda í þrjá mánuði.
 
Cleaning Strategies: Staðbundin framleiðsla og burstagerð
Umsjónarmaður er Hreinn Bernharðsson vöruhönnuður og umsjónarmaður verkstæðis við Listháskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk í þrjá mánuði fyrir tvo nemendur, nemendurnir eru Sóley Þráinsdóttir vöruhönnuðu, stundarkennari við hönnunar- og arkitektúrdeild og meistaranemi í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands og Salóme Bregt Hollanders nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Verkefnið er því þverfalegt samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, hýst við Listaháskólann. Samstarfsaðilar eru Skógræktarfélag Reykjavíkur, Burstagerðin, SS og Matís. Um er að ræða þverfalegt samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, sem hýst er við Listaháskólann. Samstarfsaðilar eru Skógræktarfélag Reykjavíkur, Burstagerðin, SS og Matís.
 
Stuðlagil og nágrenni, náttúra og mannlíf – kortlagning og mörkun.
Umsjónarmenn eru Rúna Thors, vöruhönnuður og fagstjóri í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, og Lóa Auðunsdóttir, grafískur hönnuður og fagstjóri námsbrautar í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk í tólf mannmánuði sem deilast á fjóra nemendur, tvo úr grafískri hönnun og einn úr vöruhönnun.
 
Neyðarkassinn
Umsjónarmenn eru Rúna Thors og Uta Reichardt, nýdoktor við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk í þrjá mánuði fyrir tvo nemendur í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Verkefnið miðar að því að útbúa neyðarkassa sérhannaða fyrir íslenskar aðstæður. Nemendurnir eru Jón Sölvi Walderhaug Eiríksson og Elín Arna Kristjánsdóttir, þau eru bæði nemendur í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Verkefnið miðar að því að útbúa neyðarkassa sérhannaða fyrir íslenskar aðstæður.
 
Útvíkkuð upplifun
Umsjónarmaður er Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður og prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk fyrir einn nemanda í þrjá mánuði. Erindi um verkefnið verður flutt og niðurstöður þess kynntar í fyrirlestraröðinni Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sunnudaginn 23. ágúast 2020 kl. 14:30-15:30.
Hluti af verkefninu verður svo sýndur í Pálshúsi (safna- og menningarfræðihúsi Ólafjarðar) í tengslum við samsýningu Tinnu Gunnarsdóttur og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar sem opnar þann 1. ágúst 2020 og stendur fram í september.
 
Myndlistardeild
 
Þögn, hið raunverulega meistaraverk
Umsjónarmaður er Aðalheiður L. Guðmundsdóttir lektor og fagstjóri fræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk fyrir einn nemanda í þrjá mánuði. Um er að ræða sjálfstætt verkefni Sólbjartar Veru Ómarsdóttur sem lauk BA námi í myndlist við Listaháskóla Íslands í vor. Niðurstöður verða birtar í lok september 2020 með sýningu heimildarmyndar og málþingi. 
 
Bókverk myndlistarmanna
Umsjónarmenn eru Aðalheiður L. Guðmundsdóttir og Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður og umsjónarmaður prentverkstæðis við Listaháskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk í þrjá mánuði fyrir þrjá nemendur. Nemendurnir eru Daníel Ágúst Ágústsson útskriftarnemandi í myndlist, Brák Jónsdóttir annars árs nemi í myndlist við Listaháskóla Íslands og Helga Jóakimsdóttir nemandi við Háskóla Íslands. Niðurstöðum verða gerð skil með málþingi, sýningu og útgáfu í tengslum við Reykjavík Art Book Fair í október í Ásmundarsal, auk bókverkasýningar í Skaftfelli í haust. Samstarfsaðilar eru Nýlistarsafnið og Landsbókasafn Íslands.
 
Mörk myndlistar og daglegs lífs: Straumfjarðará sem listrænt viðfangsefni
Umsjónarmaður er Bjarki Bragason myndlistarmaður og lektor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk fyrir einn nemanda í þrjá mánuði. Um er að ræða verkefni  Aniku Laufeyjar Baldursdóttur sem lauk BA námi í myndlist við Listaháskólann í vor. Niðurstöður rannsóknarinnar verðar birtar á sýningu í Núllinu helgina 27. – 30. ágúst 2020.  
 
Vísitasíur: tími og rými, miðpúnktar og útgangspúnktar
Umsjónarmaður er Bryndís S. Snæbjörnsdóttir myndlistarmaður og prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk í sex mannmánuði sem deilast með þremur nemendum. Nemendurnir eru Sabine Fischer, María Sjöfn Dupuis og Brian Wyse meistaranemar og nýútskrifaðir MA gráðuhafar í myndlist við Listaháskólann. Niðurstöður verkefnisins verða kynntar í Rýmd í september 2020.
 
Ísland prentað
Umsjónarmaður er Litten Nystrøm myndlistarmaður og umsjónarmaður verkstæðis við Listaháskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk fyrir einn nemanda í þrjá mánuði,  nemandinn er Victoria Björk Ferrell, fyrsta árs nemi í myndlist við Listaháskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar á sýningu í Grafíksafni Íslands, með rafrænum hætti og með útgáfu bókverks um ferðalag, ferli og niðurstöður verkefnisins. Samstarfsaðili er bókaútgáfan Foss.
 
Fjöruborðið – möguleikar glerungs úr íslenskum skeljum
Umsjónarmenn eru Ragnhildur Stefánsdóttir myndlistarmaður og umsjónarmaður verkstæðis við Listaháskóla Íslands og Theodóra Alfreðsdóttir vöruhönnuður og aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild. Verkefnið fékk styrk fyrir einn nemanda í þrjá mánuði. Nemandinn er Nína Óskarsdóttir sem lauk MA námi í myndlist við Listaháskólann í vor.  Erindi verður haldið um niðurstöðu rannsóknarinnar í september, ásamt sýningu þar sem gögn og niðurstöður verða aðgengilegar.
Home-made-home
Umsjónarmaður er Hanna Styrmisdóttir, prófessor við myndlistardeild, verkefnið fékk styrk í 6 mannmánuði sem deilast á 2 nemendur. Nemendurnir eru Hugo Llanes, sem útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist nú á dögunum og Michelle Sáenz Burrola, meistaranemandi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. 
 
Tónlistardeild
 
Hljóðstjórnandinn – gagnvirkt kerfi til að stjórna tónlist í rými með hjálp Wave frá Genki Instruments.
Umsjónarmaður verkefnisins er Ríkharður H. Friðriksson, tónskáld og aðjúnkt í tónsmíðum og fræðum við Listaháskóla Íslands, verkefnið fékk styrk fyrir einn nemanda í þrjá mánuði. Meginviðfangsefni verkefnisins er að hanna kerfi þar sem flytjandinn getur spunnið og stýrt lifandi hljóðflutningi í rými með gagnvirkum aðgerðum. Áheyrendur munu ekki eingöngu upplifa hreyfingar og umbreytingar hljóma heldur einnig sjónræna virkni þeirra.
 
Áhrif heimsfaraldurs á tónlistarlíf á Íslandi
fékk styrk fyrir 1 nemanda í þrjá mánuði. Umsjónarmaður verkefnisins er Þorbjörg Daphne Hall doktor í tónlistarfræðum og dósent og fagstjóri fræða við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Verkefnið er rannsókn á áhrifum COVID-19 faraldursins á tónlistarlíf hérlendis frá upphafi samkomubanns fram á sumar. Leitast verður við að fá heildstæða mynd af þessum tímabundnu breytingum og kortleggja tækifæri og möguleika sem nýjar leiðir í tónlistarflutningi skapa með það að augnamiði að hafa áhrif á framtíð tónlistarlífs bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi.
 
Hinseginleiki á óperusviðinu
Umsjónarmaður er Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, prófessor og fagstjóri söngs við Listaháskóla Íslands en verkefnið fékk styrk í tvo mánuði fyrir tvo nemendur.
Með verkefninu verður hinseginleiki kannaður og hvernig hann birtist á óperusviðinu. Með því að fjalla um birtingarmynd hinseginleika á óperusviði er hægt að skoða hvar og hvort hinseginleikinn sé til staðar og hvort fjölbreytileika vanti í óperuheiminn.
 
Listkennsludeild
 
Grafísk miðlun og þróun sýningarlausna á tímum samfélagslegrarar fjarlægðar
Umsjónarmaður er Guðbjörg R. Jóhannesdóttir umhverfisheimspekingur og lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Aðrir leiðbeinendur eru Katrín Ólína Pétursdóttir hönnuður og Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Verkefnið fékk styrk fyrir einn nemanda í tvo mánuði. Nemandinn er Vikram Pradhan meistaranemi í hönnun við Listaháskólann. Niðurstöður verkefnisins verða kynntar og birtar á sýningu og með viðburðum í Ásmundarsal dagana 22 – 31. ágúst n.k., og á samfélagsmiðlum í gegnum síðu verkefnisins og Ásmundarsals.
 
Námsefnisgerð á Seltjarnarnesi: Sjónlistarkennsla með aðferðum grenndarnáms
Umsjónarmaður er Gunndís Ýr Finnbogadóttir myndlistarmaður, lektor og fagstjóri í listkennsludeild. Verkefnið fékk styrk fyrir einn nemanda í þrjá mánuði, nemandinn er Marta María Jónsdóttir, sem lauk nú á dögunum diplómanámi í listkennslu. Samstarfsaðili verkefnisins er Seltjarnarnesbær en með verkefninu verður búinn til aðgengilegur verkefnabanki sem kynntur verður fyrir Seltjarnarnesbæ og Mýrarhúsaskóla. Þá verður verkefnið kynnt fyrir nemendum Listaháskólans og starfandi kennurum.

 

 
Listaháskóli Íslands óskar styrkþegum innilega til hamingju með árangurinn.