Nýsköpunarsjóður námsmanna úthlutaði á dögunum styrkjum til rannsóknarverkefna, en 13 verkefni úr fjórum deildum Listaháskóla Íslands hlutu styrki. Verkefnin eru eftirfarandi: 

  

Arkitektúrdeild  
Arís Eva Vilhelmsdóttir og Kristjana Finnsdóttir nemendur á þriðja ári í arkitektúr hljóta 1.800.000 kr styrk fyrir verkefninu Viðvera við vatnið. Umsjónarmaður verkefnisins er Birta Fróðadóttir arkitekt og stundakennari við Listaháskóla Íslands.  
  
Hönnunardeild  
Berglind Ósk Hlynsdóttir nemandi á þriðja ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og Sólveig Dóra Hansdóttir, meistaranemi við Central Saint Martins í London og hollnemi frá Listaháskóla Íslands hljóta 1.800.000 kr styrk fyrir fyrir verkefnið Þráðhyggja. Eva María Árnadóttir fatahönnuður og sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar er umsjónarmaður verkefnisins. Nemendurnir vinna verkefnið í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Textílmiðstöð Íslands.   
  
Sóley Þráinsdóttir vöruhönnuður, stundakennari við Listaháskóla Íslands og nemandi í nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands hlýtur 2.700.000 kr fyrir verkefnið Cleaning Strategies: staðbundin framleiðsla II. Salóme Bregt Hollanders nemandi á öðru ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands og Gunnhildur Ýrr Gunnarsdóttir nemandi á þriðja ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands vinna verkefnið ásamt Sóley. Umsjónarmenn verkefnisins eru Hreinn Bernharðsson vöruhönnuður og umsjónarmaður verkstæðis við Listaháskóla Íslands og Birna Geirfinnsdóttir grafískur hönnuður og dósent við hönnunardeild Listaháskóla Íslands. Verkefnið er unnið í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur, Burstagerðina og Irma Studio.  
  
Ásgerður Heimisdóttir og Kamilla Michelle Rún Henriau nemendur á fyrsta ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands hljóta 1.800.000 kr styrk fyrir verkefninu Sjálfbærni í hönnun á Íslandi. Umsjónarmaður verkefnisins er Rúna Thors vöruhönnuður og fagstjóri námsbrautar í vöruhönnun.  
  
Samuel Thornton Rees umsjónarmaður verkstæðis og hönnuður hlaut 1.800.000 kr styrk fyrir verkefnið Open Source Portable Printers. Alexander Jean de Fontanay nemandi á þriðja ári í grafískri hönnun mun vinna verkefnið ásamt nemanda í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands.  
  
Listkennsludeild  
Hallur Örn Árnason nemi við listkennsludeild hlaut 900.000 kr styrk fyrir verkefnið Skapandi heimildamyndagerð fyrir börn og ungmenni sem gildir fyrir einn nemanda í þrjá mánuði. Umsjónarmaður verkefnisins er Þorbjörg Jónsdóttir, vídeólistamaður og umsjónarmaður verkstæðis við Listaháskóla Íslands.  
 
Karna Sigurðardóttir nemi við listkennsludeild hlaut 900.000 kr. styrk fyrir verkefnið Íþróttalist – þverfaglegt námsefni sem gildir fyrir einn nemenda í þrjá mánuði. Umsjónarmenn eru Ingimar Ólafsson Waage lektor við listkennsludeild og Ellen Gunnarsdóttir stundakennari við listkennsludeild. 
 
Myndlistardeild  
Ástríður Jónsdóttir BA nemandi á þriðja ári í myndlist hlýtur 900.000 kr styrk fyrir verkefnið Líkamleg nálgun í myndlist. Ólöf Nordal myndlistarmaður og prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands er umsjónarmaður verkefnisins. 
  
Oddur Eysteinn Friðriksson BA nemandi á fyrsta ári í myndlist hlýtur 3.600.000 kr styrk fyrir verkefnið MOM air áhrifin. Styrkurinn gildir fyrir 4 nemendur í þrjá mánuði hvern. Umsjónarmaður verkefnisins er Páll Haukur Björnsson fagstjóri og aðjúnkt við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.  
  
Ragnheiður Íris Ólafsdóttir og Auður Mist Halldórsdóttir BA nemendur á fyrsta ári í myndlist hljóta 1.800.000 kr styrk fyrir verkefnið  Hannyrðir í myndlist: Hver er þessi rauði þráður? Umsjónarmenn verkefnisins eru Aðalheiður L Guðmundsdóttir fagstjóri fræða við myndlistardeild og Lilý Erla Adamsdóttir myndlistarmaður og deildarstjóri textílbrautar við Myndlistarskólann í Reykjavík.  
  
Regn Sólmundur Evudóttir BA nemandi á öðru ári í myndlist við Listaháskóla Íslands hlýtur 900.000 kr styrk fyrir verkefnið Ósýnileg: Hinsegin fólk í íslenskri myndlist. Umsjónarmaður verkefnisins er Ynda Eldborg Gestsdóttir listfræðingur og stundakennari við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.  
  
Tinna Gunnarsdóttir og Freyja Reynisdóttir meistaranemendur á fyrsta ári í myndlist við Listaháskóla Íslands hljóta 1.800.000 kr styrk fyrir verkefnið Ræktun: Samtímamyndlist á jaðarsvæði. Umsjón með verkefninu hafa Aðalheiður L Guðmundsdóttir fagstjóri fræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands á Seyðisfirði.  
  
Weronika Balcerak BA nemandi á fyrsta ári í myndlist hlýtur 900.000 kr styrk fyrir verkefnið They have no pictures on the walls. Umsjónarmaður verkefnisins er Ólafur Sveinn Gíslason myndlistarmaður og stundakennari við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.  
 
 
Listaháskóli Íslands óskar nemendum og starfsfólki innilega til hamingju með styrkina og hlakkar til að fylgjast með þróun þessara fjölbreyttu verkefna.