FRAMKVÆMDARÁÐ

Framkvæmdaráð er samráðsvettvangur helstu stjórnenda skólans. Ráðið fjallar um sameiginleg málefni deilda og stoðsviða og skipulag skólastarfsins, þ.m.t. skipulag kennslu og kennslufyrirkomulag. Framkvæmdaráð undirbýr tillögur að stefnu fyrir skólann í helstu málefnum og er bakhjarl rektors í daglegri stjórn.

Í framkvæmdaráði sitja auk rektors, framkvæmdastjóri skólans og deildarforsetar. Aðrir forstöðumenn sitja fundi ráðsins eftir því sem tilefni gefa til. Rektor stýrir fundum framkvæmdaráðs.

FAGRÁÐ

Fagráð er samráðsvettvangur stjórnenda, kennara og nemenda skólans um akademísk málefni, þvert á deildir. Ráðið fjallar um fagleg markmið skólans, frammistöðu og gæði og er leiðandi fyrir stjórnendur í akademískum málefnum. Meðal þess sem fagráð fjallar um eru tillögur um samsetningu náms, viðmið um gæði náms og námskröfur, stefnumál í rannsóknum og listsköpun, og víðari skilgreiningar á þróun skólans og hlutverki.

Fagráð hefur frumkvæði að málefnaskrá sinni auk þess að taka við málefnum frá rektor og framkvæmdaráði, deildarráðum og nefndum skólans. Fagráð skipar í kennslunefnd og rannsóknanefnd og nýtur stuðnings þeirra við ályktanir um málefni tengd þeirra starfsviði. Fagráð getur einnig skipað vinnuhópa til að fjalla um önnur málefni. Málefni sem fagráð ályktar um eru lögð fyrir framkvæmdaráð til samráðs og áframhaldandi eftirfylgni í deildum og á stoðsviðum skólans.

Skipan

Í fagráði sitja rektor, fulltrúi deildarforseta, fimm fulltrúar fastráðinna kennara skólans, einn frá hverri deild, tveir fulltrúar stundakennara og tveir fulltrúar nemenda, einn úr grunnnámi og annar úr framhaldsnámi. Fagráð kýs sér formann úr hópi fastráðinna starfsmanna til eins árs í senn. Formaður boðar til funda, undirbýr dagskrá og stýrir fundum. Fagráð hittist a.m.k. mánaðarlega yfir skólaárið. Rektor skipar fulltrúa í fagráð til tveggja ára, eftir tilnefningum deildarfunda.

Fagráð skipa

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor
Kristín Valsdóttir, forseti listkennsludeildar
Hekla Dögg Jónsdóttir, myndlistardeild (formaður)
Anna Dröfn Ágústsdóttir, hönnunar- og arkitektúrdeild
Halldóra Geirharðsdóttir, sviðslistadeild
Einar Torfi Einarsson, tónlistardeild
Gunndís Finnbogadóttir, listkennsludeild (varaformaður)
Katrín Helena Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi Hollnemafélagsins