Nauðsynlegt er að allir þeir sem syngja á erlendum tungumálum geri sér grein fyrir hlutverki og merkingu orðanna og textans. Þegar söngvarar syngja texta á erlendum tungumálum þurfa þeir að greina í sundur hljóðin sem orðin samanstanda af; röð sérhljóða og samhljóða. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir áhersluatriðum, formi, flæði  og blæbrigðum í hverri hendingu, fylgja tónsetningu af nákvæmni, skýrleika, tónlistarlegu innsæi um leið og þeir miðla innihaldi.

Mikilvægt er að þekkja hið alþjóðlega hljóðritunarkerfi IPA og geta skráð og lesið úr hljóðfræðitáknum.

Fjallað verður um notkun alþjóðlegs hljóðkerfis (IPA) í frönsku, þýsku og ítölsku og hvernig það nýtist við framburð í söng og greiningu hljóða þannig að söngur verði  bundinn (legato) og framburður skýr. Nemendur læra grundvallaratriði við greiningu hljóða, framburðarreglur og einkenni þessara tungumála með það að markmiði að þeir geti hjálpað sér sjálfir í framburði erlendra tungumála í söng.

Í lok námskeiðis eiga nemendur að:  

  • Þekki alþjóðlegt hljóðritunarkerfi (IPA), með tilliti til framburðar í frönsku, þýsku og ítölsku.
  • Þekki og geti myndað hljóðin sem einkenna þessi tungumál, frönsku, þýsku og ítölsku. 
  • Geti gert sér grein fyrir áherslum og blæbrigðum í frönsku, þýsku og ítölsku.
  • Geti lesið úr hljóðritun á frönsku, þýsku og ítölsku.
  • Þekki helstu einkenni á vönduðum og óvönduðum framburði í söng.
  • Geti nýtt sér hljóðkerfi (IPA) til að bera fram texta á frönsku, þýsku og ítölsku í söng og unnið á sjálfstæðan hátt að réttum og skýrum framburði í söng.

Námsmat: Framgangur í Listening Labs, mæting. 

Vinnuframlag: Fyrirlestrar, verkleg þjálfun utan funda. Mætingarskylda er í bekkjartíma

Kennari: Bergþór Pálsson og Hanna Dóra Sturludóttir

Staður og stund: Fjarkennsla

Tímabil: 28. ágúst til 23. október 2020

Forkröfur: Íslenskt hljóðkerfi IPA002

Einingar: 2 ECTS

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum)

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

Greiða þarf námskeiðagjöld 3 vikum áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.

 

Nánari upplýsingar: Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnastjóri í tónlistardeild, sunna [at] lhi.is