Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar söngvurum sem vilja tileinka sér betri þekkingu á framburði erlendra tungumála í söng. Námskeiðið er valnámskeið á BA-stigi tónlistardeildar.
 
Lýsing: Nauðsynlegt er að allir þeir sem syngja á erlendum tungumálum geri sér grein fyrir hlutverki og merkingu orðanna og textans. Á námskeiðinu verður fjallað ítarlega um notkun alþjóðlegs hljóðkerfis (IPA) í frönsku, þýsku og ítölsku og hvernig það nýtist við framburð í söng og greiningu hljóða þannig að söngur verði bundinn (legato) og framburður skýr. Nemendur læra grundvallaratriði við greiningu hljóða, framburðarreglur og einkenni þessara tungumála með það að markmiði að þeir geti hjálpað sér sjálfir þegar kemur að framburði erlendra tungumála í söng.
 
Námsmat: Virkni og ástundun.
 
Kennari: Bergþór Pálsson.
 
Staður: S308, Fræðastofa 3, Skipholt 31
 
Stund:  Miðvikudaga kl. 08:30 - 10:10. 
 
Tímabil: 28. ágúst 2019 - 23. október. 2019 (alls 8 skipti) 
  • 28.08.2019
  • 04.09.2019  
  • 11.09.2019
  • 18.09.2019
  • 02.10.2019
  • 09.10.2019  
  • 16.10.2019
  • 23.10.2019 
 
Einingar: 2ECTS

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).
 

Forkröfur: Engar.
 
Nánari upplýsingar: Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: indra [at] lhi.is.