Frá fagstjóra

Námsbrautin er kjörinn valkostur fyrir nemendur sem hafa útskrifast úr grunnnámi BMus.Ed og vilja leggja stund á áframhaldandi nám. Námið er einnig tilvalin leið fyrir tónlistarkennara sem vilja bæta við þekkingu sína og færni í kennarastarfinu.

Auk kennslufræðitengdra faga gefst nemendum brautarinnar kostur á að þjálfa sig í söng og hljóðfæraleik kjósi þeir það auk þess sem horft er til þjálfunar í skapandi starfi í tónlistarnámi barna og ungmenna. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám enda koma nemendur með mjög fjölbreyttan bakgrunn í námið.

Námið er skipulagt í náinni samvinnu við listkennsludeild LHÍ og geta nemendur valið úr mjög fjölbreyttum námskeiðum yfir námstímann.

Elín Anna Ísaksdóttir.

-