Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa bakgrunn í leiklist og vilja sækja sér símenntun. Valnámskeið í bakkalárnámi á sviðslistabraut. Kennt á íslensku.
 
- Femínismi er fleirtöluorð -
 
Í námskeiðinu verður farið yfir helstu tegundir og strauma femínisma og femínískrar sviðslistagagnrýn og er áherslan á ríkjandi hugmyndir og kynjapólitík í samtímanum. Horft verður sérstaklega til skrifa og framsetningu listamanna og kvenna um eigin verk og sjálf-yfirlýstra ásetninga þeirra innan sviðslistaformsins. Það verður svo sett í samhengi við kynjafræðikenningar og femíníska gagnrýni. Nemendur skiptast á að gera lesskýrslur um lesefni námskeiðsins og deila með hvor öðrum í kennslustund., velja sér listamann/konu, sviðsverk eða texta til að fjalla um og greina í fyrirlestri og taka þátt í málstofu í lok námskeiðsins.
 
Námsmat: Lesskýrslur, símat, fyrirlestur.
 
Kennari: Gréta Kristín Ómarsdóttir.
 
Staður og stund: Laugarnes, kl. 8.30-10.10 á fimmtudögum.
 
Tímabil: 5. september - 14. nóvember. 
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Dagmar Atladóttir, deildarfulltrúi sviðslistadeildar. dagmar [at] lhi.is