Fyrirhverja er námskeiðið:

Námskeiðið nýtist kennurum sem hafa áhuga á að efla þekkingu sína á siðferðilegri menntun og öðlast innsýn í skapandi leiðir í slíku augnamiði.  

Í námskeiðinu verður sjónum beint að mannkostamenntun sem gagnlegri leið til siðferðilegs uppeldis. Unnið verður út frá heimspekikenningum og fræðilegum hugmyndum um dygðamenntun, farsæld og mannskilningshugtakið ásamt því að skoða hagnýtar leiðir í faggreinakennslu. Rætt verður um mikilvægi ímyndunarafls, undrunar og tilfinninga sem grundvöll fyrir siðferðisþroska og hvernig við virkjum þessa þætti til skilnings og umburðarlyndis í margbreytilegu samfélagi, bæði til að skoða það sem er framandi og til að finna fyrir því sem er sammannlegt í reynslu okkar. Bókmenntir, ljóð, tónlist, sjónlistir og sviðslistir eru tímalausir fjársjóðir þegar kemur að því að tengja manneskjuna við sjálfa sig, tíðarandann og álitamál samtímans án þess að það feli í sér beina siðferðilega innrætingu. 

Í námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að kljást við siðferðilegar spurningar, greiningarorðaforða og vangaveltur sem tengjast viðfangsefnunum ásamt því að gera tilraunir með og að prófa að samþætta hugmyndir mannkostamenntunar við skapandi verkefni í kennslustofunni. 

Í lok námskeiðs ættu nemendur að:

  • Þekkja og geta beitt grunnhugtökum í mannkostamenntun og dygðasiðfræði.
  • Geta tekið þátt í umræðum um inntak mannlífs, lista og hversdagsleika í tengslum við siðferðileg málefni. 
  • Þekkja og geta fjallað um tengsl fagurferðilegrar skynjunar við lífsgæði, sjálfsskilning og samfélagsvitund.
  • Geta fjallað um viðfangsefni siðfræði og mannkostamenntunar með fjölbreyttum hætti og tengt við ólíka kennslufræði og grunnþætti aðalnámskrár. 
  • Kunnað skil á meginforsendum heimspekilegrar samræðu sem kennsluaðferðar í skpandi námi.
  • Búa yfir hæfni til að setja eigin sjálfsvitund og félagsvitund í samhengi við gagnrýnaa hugsun og listræna miðlun og beita í virku samtali. 

Námsmat: Símat, þátttaka í kennslustundum, verkefnaskil. 
Kennarar: Þóra Björg Sigurðardóttir, Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen 
Umsjón: Ingimar Ólafsson Waage
Deild: Listkennsludeild
Staður og stund: Laugarnes, fimmtudagar, 8. og 15. september kl. 13:00-15:50, 22. september til 27. október kl. 9:20-12:10
Tímabil: 8. september til 27. september
Forkröfur: BA nám eða sambærilegt, námskeiðið er valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
Einingar: 6 ECTS
Verð: 73.500 kr. (án einingar) / 122.400 kr. (með einingum)
Kjósi nemendur að taka námskeiðið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Opna LHÍ, karolinas [at] lhi.is
 

Umsóknareyðublað