Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem áhuga á að kynna sér tengsl fagurferðis og siðferðis við nám. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu kljást nemendur við fagurferði og skynjun umhverfis og samfélags í víðu samhengi. Fjallað verður um tengsl fagurferði við siðferði og lífsgæði og hvernig fagurferðilegt uppeldi getur dýpkað dygðalæsi, tilfinningalæsi og umhverfismeðvitund.
 
Unnið verður út frá heimspekilegum kenningum um siðfræði og fagurfræði með áherslu á skynjun og upplifun og tengsl slíkra kenninga við hugmyndir um listkennslu og samband þeirra við grunnþætti aðalnámskrár; læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og sköpun.
 
Leitað verður m.a. svara við því hvernig auka megi umræðu og vitund um þátt fagurferðilegrar skynjunar í lífsgæðum okkar, sjálfsskilningi og samfélagsvitund.
 
Námsmat: Verkefni, mæting og þátttaka.
 
Kennarar: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Ingimar Ólafsson Waage. 
 
Staður og stund: Laugarnes, miðvikudagar kl. 9.20- 12.10.
 
Tímabil: 17. október- 12. desember 2018. ATH. Ekki er kennsla 24. og 31. október.
 
Einingar: 6 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 545 2249