The Expressive Body er námskeið fyrir dansara og performera sem byggir á fræðum og framkvæmd. Daglega munu þátttakendur taka þátt í aðferð sem samanstendur af líkamlegri hreyfingu, lestri, skrifum og spjalli þar sem hugmyndir um væntingar okkar til dansandi líkamans í rými eru rannsakaðar. Í tilraunum okkar munum við takast gagnrýnið á við spurningar um hreyfingu líkamans; hvenær, hvar, hversvegna og fyrir hvern erum við að hreyfa okkur?

Vinnustofan byggir á hugmyndafræði og aðferðum sem þróaðar hafa verið í gegnum listrannsóknina EXPRESSIONS: the power and politics of expectations in dance þar sem tekist er á við áhrif væntinga í listdansi. Rannsóknin er í stöðugri þróun og miðar að því að skapa vettvang til endurskoðunar og greiningar á ríkjandi gildum, venjum og hefðum innan danslistarinnar.

Vinnustofunni mun ljúka með opinni æfingu og/eða hringborðsumræðum.

Í lok vinnustofunnar ættu nemendur að hafa:

  • öðlast dýpri meðvitund um eigin væntingar til dansandi líkamans í rými
  • gert tilraunir með eigin væntingar í gegnum þær aðferðir sem lagðar eru til grundvallar
  • tekið þátt í hópumræðum um áhrif og birtingamyndir væntinga í listdansi

Námsmat: Verkleg verkefni og símat

Kennarar: Steinunn Ketilsdóttir og meðlimir EXPRESSIONS rannsóknarinnar.

Gestir: Snædís Ingadóttir, Áskell Harðarson, Sierra Ortega

Staður og stund: Laugarnes, kl. 13:00-16:40

Tímabil: 24. ágúst til 4. september 2020

Kennslutungumál: English 

Einingar: 2 ECTS
Verð: 2ja eininga námskeið - 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum) 

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

Nánari upplýsingar: Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, verkefnastjóri, ingibjorghuld [at] lhi.is 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti orðið breyting á skipulagi námskeiðis og kennsluháttum. 

//

The Expressive Body is a theory and practice based workshop for dancers and performers. Everyday participants will engage in a physical practice accompanied by reading, writing and discussing exploring ideas about the expectations of the dancing body in space. In our investigations we engage critically with questions about the movement of our bodies. When, where, why and for whom do we move?

The workshop is based on the foundational practice and philosophy developed through EXPRESSIONS: the power and politics of expectations in dance, an ongoing artistic research that explores expectations within the institution of dance. The project’s aim is to create spaces of exploration and analysis where critical engagement with the inner and outer structural expectations of contemporary dance can be encountered.  The workshop will culminate with an open performance and/or a roundtable discussion.

 

At the end of the workshop students should have:

  • gained deeper awareness of their own expectations towards the dancing body in space,
  • have experimented with their own expectations through the foundational practices offered,
  • taken part in group discussion about the affect of expectations in contemporary dance.

Assessment methods: projects and continous evaluation 

Teacher: Steinunn Ketilsdóttir and members of the EXPRESSIONS team 

Place and time: Laugarnes, at 13:00 to 16:40

Teaching period: 24th of August to 4th of September 2020

Teaching language: English 

Units: 2 ECTS

Price: 2 units - 30.500 kr (without units) / 40.800 kr (with units)

Please note due to COVID-19 all applicants must be aware that with short notice the course theatching methods might have to be adjusted  according to current restrictions