Fyrirlestur grafíska hönnuðarins Niklaus Troxler í sal Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 4. maí, kl. 17:30.

- English below -

Niklaus Troxler fjallar um valin verk sem unnin eru á tímabilinu frá sjötta áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Hann hefur hannað fjölda veggspjalda fyrir jazztónleika og jazzhátíðir, leikhús, margskonar sýningar og auk verkefna tengdum stjórnmálum og umhverfi.

Greina má sterk áhrif tónlistar í verkum Niklaus enda hefur tónlist alla tíð heillað hann, sér í lagi jazz. „Ég get yfirfært yfir í hönnun allt sem heillar mig við jazz; taktinn, uppbygginguna, hljóðið, samsetninguna, andstæðurnar, spunann osfrv. Rætur mínar liggja til plötuspilarans.“ Áhugi Niklaus á grafískri hönnun jókst samhliða áhuga hans á jazz og því hafa þessi tvö listform alltaf haldist í hendur í sköpun hans. Áður fyrr var það takturinn og hljóðið sem dreif sköpun hans áfram en í dag vinnur hann meira með letur og uppbyggingu myndefnis.

Niklaus fæddist í Willsau, Sviss árið 1947. Hann nam við the Art School of Lucerne en að námi loknu starfaði hann að hönnunar stjórnun í París þar sem hann hefur rekið sitt eigið hönnunarstúdíó síðan 1973. Niklaus starfaði sem prófessor við the State Academy of Fine Arts í Stuttgart frá 1998-2013. Hann er þekktastur fyrir veggspjöldin sem hann hefur hannað fyrir jazztónleika og jazzhátíðir en hann er mikill tónlistarunnandi og hefur sjálfur staðið að skipulagningu jassviðburða síðan 1966.

Verk Niklaus eru hluti fastasýninga margra meginsafna svo sem MoMA og Cooper Hewitt Smithsonian Design Museum í New York, The Hamburg Industrial Arts Museum, The Wilanow Poster Museum í Varsjá, The Bibliothéque National í París, The Staedelijk Museum í Amsterdam og víðar. Þá hefur hann haldið fjölda sýninga, haldið fyrirlestra og vinnusmiðjur um allan heim.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Arion banka og Listaháskóla Íslands. Hann fer fram á ensku, frítt inn og allir velkomnir!

//

Lecture | Posters with Sound

Graphic designer Niklaus Troxler will hold a lecture on Wednesday, May 4 at 17.30 at Arion Banki lecture hall.

Niklaus Troxler will show his poster work from the Seventies to today, including posters for Jazz concerts and festivals, theater, exhibitions and environmental and political subjects. “Music, more precise „Jazz“, has fascinated me since I was a young boy. The influence of Jazz in my poster design is enormous. I think everything that attracts me in Jazz music, I can transform in my design: Rhythm, structure, sound, composition, contrast, improvisation, compostions… My roots are in my record player!
The development of my interest in graphic design and Jazz went parallel. I started designing posters for Jazz concerts during my years as a design student. In the first period, I was always trying to find a metaphor for a specific music group. Later on, I was more interested in transforming the rhythms and sounds of the group. Today, I look more or less for structures in pictures and typography.”

Niklaus Troxler was born in Willisau, Switzerland in 1947. He studied graphic design at the Art School of Lucerne before moving on to work as an Art Director in Paris. He has run his own graphic design studio since 1973.

His works have been awarded multiple times both in Switzerland and internationally, and they are in the permanent collections of the Museum of Modern Art in New York, Cooper Hewitt Smithsonian Design Museum New York, the Hamburg Industrial Arts Museum, the Wilanow Poster Museum in Warsaw, the Ogaki Poster Museum, the Essen Poster Museum, the Bibliothèque Nationale in Paris, the Staedelijk Museum in Amsterdam among many others.

The lecture will be held in English, and admission is free.

www.troxlerart.ch