Útskriftarviðburðir NAIP 
Mengi 4. og 5.maí

Alvar Rosell Martin - The Sunflower Man

Alvar Rosell Martin útskrifast úr meistaranámi í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) frá Listaháskóla Íslands. 
Hann heldur útskriftarsýningu í Mengi þann 4.maí kl.21:00 þar sem verkið The Sunflower Man verður flutt.

alvar.jpeg
 

The Sunflower Man er sjónræn sýning sem fjallar um líf John Strawberry. Á sviði flakkar Álvar Rosell Martin á milli veruleika hans og ímyndunaraflsins, lemstrað af kvíða samtímans. The Sunflower Man er útskriftarverk Álvars Rosell Martin frá NAIP deild Listaháskóla Íslands. Húsið opnar kl 20:30 | Miðaverð er 2.000 kr. Skráning á viðburðinn fer fram hér.

---

Sigríður Salvarsdóttir og Una María Bergmann - Sannleikarnir

Sigríður Salvarsdóttir og Una María Bergmann útskrifast úr meistaranámi í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) frá Listaháskóla Íslands. Útskriftarsýning þeirra fer fram í Mengi þann 5.maí kl.20:00 þar sem verkið Sannleikarnir verður flutt.

naip_stelpur.jpeg
 

Sigríður Salvarsdóttir og Una María Bergmann kynntust við nám sitt í söng í Listaháskóla Íslands. Þær héldu síðan báðar í framhaldsnám í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Þar sem áhugasvið þeirra mættust á skemmtilegan máta ákváðu þær að vinna að lokaverkefni úr Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi saman og úr því varð söngperan Sannleikarnir. Söngóperan er unnin í samstarfi við Gunnhildi Birgisdóttur tónskáld og Tómas Helga Baldursson sviðshöfund.
Húsið opnar kl. 19:30 | Miðaverð er 2.000 krónur. Skráning á viðburðinn fer fram hér.

Báðir viðburðir verða í beinu streymi frá streymisvef skólans.