8. maí kl. 17:00
Salurinn, Kópavogi.

Hekla er 21 árs Kópavogsbúi. Hún hefur stundað fiðlunám frá fjögurra ára aldri. Hún hóf nám sitt í Allegro Suzukitónlistarskólanum hjá Lilju Hjaltadóttur og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Guðnýju Guðmundsdóttur. Í vetur hefur hún verið við nám við Listaháskóla Íslands hjá bæði Guðnýju og Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Hekla hefur sótt mörg námskeið m.a. í Slóveníu, Póllandi, Íslandi, Englandi og Noregi. Einnig hefur hún tekið þátt í Orkester Norden á árunum 2013-2016 og farið með hljómsveitinni í tónleikaferðir víðs vegar um Evrópu þar sem þau spiluðu m.a. í Konserthúsinu í Gautaborg og DR konserthúsinu. Í gegnum árin hefur hún sótt masterklassa hjá mörgum kennurum m.a. Kurt Nikkanen, Jorja Fleezanis, Terje Moe Hansen, Danwen Jiang, Ilya Gringolts og Ray Chen. Hún hefur líka tekið þátt í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan hún var stofnuð og var konsertmeistari árin 2013 og 2014. Jólin 2015 spilaði hún með Fiðluhóp Lilju Hjaltadóttur á Jólatónleikum SÍ.

J. S. Bach – Partíta fyrir einleiksfiðlu í d-moll III. Sarabande IV. Gigue Partítan í d-moll var skrifuð árunum 1717-1720. Kaflarnir í partítunni er mjög dæmigerðir fyrir barokkpartítu þ.e. Allemande, Courante, Sarabande, Gigue og Chaccone. Talið er að þessi partíta og þá sérstaklega síðasti kaflinn, sé tileinkuð konu Bachs sem dó árið 1720. 7 Dúettar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur 7 dúettar eftir Hildigunni sem Hekla flytur með Guðnýju Guðmundsdóttur kennara sínum til 7 ára. L. van Beethoven – Rómansa nr. 2 í F-dúr Op.50 Rómansan er skrifuð árið 1789 og er hún sú fyrri af tveimur slíkum verkum en hún var flokkuð sem sú seinni vegna þess að hún var gefin út seinna. Rómansan er upphaflega skrifuð fyrir fiðlu og hljómsveit og er í eins konar rondó formi þar sem upphafsstefið (A) birtist á þennan hátt: A-B-A-C-. C. Franck – Sónata í A-dúr fyrir fiðlu og píanó I. Allegretto ben moderato II. Allegro III. Ben moderato: Recitativo-Fantasia IV. Allegretto poco mosso Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir César Franck er ein þekktasta fiðlusónata fyrr og síðar. Sónatan var skrifuð árið 1886 sem brúðkaupsgjöf fyrir Eugène Ysaÿe og eftir stutta æfingu flutti Ysaÿe verkið í veislunni með brúðkaupsgest við píanóið. Sónatan er einnig þekkt fyrir hinn gríðarlega erfiða píanópart þar sem eru mjög útbreiddir hljómar og virtúósísk hlaup og stökk. Sónatan var frumflutt opinberlega 16.desember 1886 og var hún síðust á efnisskránni á löngum tónleikum og var orðið svo áliðið þegar loks kom að flutningi verksins að Ysaÿe og píanóleikarinn Bordes-Pène urðu að spila nánast alla sónötuna í algjöru myrkri.