Útskriftartónleikar Ernu Völu Arnardóttur
Salurinn, Kópavogi.
27. maí kl. 20:00
Diplómagráða.

Erna Vala byrjaði að læra á píanó sjö ára gömul í einkakennslu hjá Ásrúnu Ingu Kondrup. Árið 2005 byrjaði hún í Nýja Tónlistarskólanum, þar sem hún lærði hjá Jóni Sigurðssyni og Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hún kláraði framhaldspróf og tónleika vorið 2013, og sama ár byrjaði hún í Bakkalárnámi við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté. 

Erna Vala hefur komið fram og tekið þátt í fjölda masterklassa og námskeiða á Íslandi og í víða Evrópu, meðal annars á Spáni, Portúgal, Frakklandi, Ítalíu, Belgíu, Finnlandi og New York. Þar hefur hún meðal annars fengið kennslu frá vel þekktum kennurum; Matti Raekkallio, Robert McDonald, Boris Berman, Paul Badura-Skoda, Alexander Kobrin, Artur Pizarro, Paul Roberts, Robert Levin og Víkingi Heiðari Ólafssyni.  

Erna Vala hefur fengið verðlaun í mörgum tónlistarkeppnum á Íslandi, seinast hlaut hún fyrsta sæti í EPTA píanókeppninni á Íslandi og þar á undan vann hún Einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fékk tækifæri til að spila með henni í Eldborg, Hörpu. Vorið 2016 stundaði hún skiptinám við Síbelíusarakademíuna í Helsinki, Finnlandi, hjá Hömsu Juris.  

Efnisskrá: 

Johann Sebastian Bach (1685-1750) 

Prelúdía og fúga í h-moll, WTK II 

Fryderyk Chopin (1810-1849) 

Etýða í c-moll op.10 nr.12 

Ballaða nr.3 í As-dúr, op.47 

Sergej Prokofjev (1891-1953) 

Sónata nr.3 í a-moll, op.28 

Hlé 

Ferenc (Franz) Liszt (1811-1886) 

Transcendental etýða nr.12, Chasse Neige 

Ludwig van Beethoven (1770-1827) 

Sónata í E-dúr op.109 

I Vivace ma non troppo - Adagio espressivo 

II Prestissimo 

III Gesangvoll, mit innigster Empfindung. Andante molto cantabile ed espressivo