1.árs nemar á Alþjóðlegu samtímadansbrautinni sýna brot úr verkinu 

 

Eine kleine nachtmusik (textures)

 

á danssýningu Unglistar - listahátíð Ungs fólks laugardaginn 3. Nóvember. 2018

Dagskráin hefst kl. 14 og frítt er inn, hægt er að nálgast miða í gegnum viðburðinn sjálfan á Facebook (sjá link fyrir neðan)

Verkið er afrakstur Skapandi ferlis I undir leiðsögn Sögu Sigurðardóttur 

Þær dansa með eigin nefi við tónlist Mozarts, en nemendurnir hafa undanfarið kannað hreyfingu í tengslum við kvikan brunn ímyndunaraflsins eftir aðferðum "Authentic movement" og "Release".

 

Ásamt nemendum okkar sýna nemar úr dansskólum Reykjavíkur verk.

Heiðursgestir eru meðlimir Íslenska dansflokksins.

 

UNGLIST – LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLK

Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk þar sem skáldskapur og myndsköpun fá að flæða frjálst, í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika.

Við hvetjum áhugasama að fjölmenna á viðburði hátíðarinnar. 

Hér má finna viðburð dansaranna.

Hér má finna viðburð hátíðarinnar.