Útskriftartónleikar Unu Maríu Bergmann fara fram í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 2. maí kl. 18. Á tónleikunum flytur Una María m.a. sönglög og aríur eftir W. A. Mozart, Johannes Brahms, Claude Debussy og Jórunni Viðar. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis. 

Auk Unu Maríu koma fram þær Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngkona, Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóluleikari, Guðný Charlotta Harðardóttir, píanóleikari og Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleikari og aðjúnkt við tónlistardeild LHÍ:

Una María Bergmann hóf tónlistarnám í Tónlistarskólanum í Garði og lauk þaðan framhaldsprófi í söng vorið 2015 þar sem kennari hennar var Dagný Þórunn Jónsdóttir. 

Árið 2016 útskrifaðist Una með BS-próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Þaðan lá leið hennar í Listaháskóla Íslands þar sem hún hefur stundað söngnám undir handleiðslu Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmundssonar, Hönnu Dóru Sturludóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Una er virkur meðlimur í dömukórnum Graduale Nobili og Kammerkór Digraneskirkju.
 

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
18:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
19:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Katrín Arndísardóttir, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)