Hulda Stefánsdóttir, prófessor og fagstjóri meistaranámsbrautar í myndlist tekur þátt í sumarsýningu Hafnarborgar ásamt Florence Lam sem er nemandi á fyrsta ári í meistaranámi myndlistardeildar.  Anna Rún Tryggvadóttir, Harpa Árnadóttir, John Zurier og Margrét H. Blöndal sýna einnig verk á sýningunni sem nefnist Ummerki vatns.  Sýningin opnar næstkomandi föstudag 27. maí og stendur til 21. ágúst 2016.

Sýningarstjórar eru Ágústa Kristófersdóttir og Birgir Snæbjörn Birgisson.

Ljósmynd sem fylgir fréttinni er frá verki Florence Lam, The Particularities of a Place (2015)

Listamennirnir eiga það sameiginlegt að styðjast við ummerki vatns í verkum sínum. Litur, vatn og uppgufun þess er kjarni hugmyndarinnar – hver eru ummerkin eftir umbreytinguna?

Ljósmyndir eru af verkum Huldu Stefánsdóttur.