Í 2 vikur hefur 2 ár leikarabrautar undirbúið spuna sýningu sem trúðarnir þeirra leika.
Sýningin fer fram föstudaginn 28. október næst komandi klukkan 16:00 og 20:00 í stofu L141 að Laugarnesvegi 91
 
Lögmál sýningarinnar eru skýr, nemendur hafa ákveðið hvernig sýningin byrjar og hvernig hún endar en framvinda sýningarinnar er alveg óráðin. 
Hver trúður hefur sinn mónólog sem brennur á honum, eintalið er hans akkeri. 
Einnig hafa nemendur undirbúið lög og samið sem styrkja harmleikinn, þau vita samt ekki hvort þau ná að sýna ykkur allt sem þau hafa undirbúið ,hvað þá í hvaða röð atriði og eintöl munu vera flutt.
 
Námskeiðið byggir á því að eiga erindi við áhorfendur, að líta á mistök sem gjafir og að treysta reglum „heimsins“ sem hefur verið skapaður.
 
Eitt er að vilja gera eitthvað, langa að miðla eins fallega og hægt er  – annað er að afhenda trúðnum sínum ábyrgðina á þvi.
 
Kennarar: Halldóra Geirharðsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir
Opið fyri LHÍ og vini og ættingja