Fimmtudaginn 31. Mars kl 16:00 munu Christine Istad og Lisa Pacini fjalla um verkefnið sitt Travelling Sun í stofu 54 í listkennsludeild, Laugarnesvegi 91, 2. hæð.

Travelling SUN er ferðalag og staðbundið myndlistarverk eftir IstadPacini ArtLab, 2012- 2016. Verkið er heimskautaverkefni þróað fyrir norður Skandinavíu og aðliggjandi landsvæði í norðri. Traveling SUN hefur þegar ferðast 9.200 km á þungfærum vegum í skammdegi og í stormi og frosti. SUN eða sólin er hringlaga ljósskúlptúr, 3 m í þvermál 25 cm djúpur, sem lýsir mismunandi heitum litum. Verkið er núna staðsett utan á Norræna húsinu í Reykjavík.

„Markmið okkar með verkinu er að lýsa upp dimma vetrarmánuði í norðri, hitta fólk og deila með restinni af heiminum fegurð óspilltrar náttúru sem er að finna á Norðurlöndunum.“

Lisa Pacini er bandarískur myndlistamaður sem hefur búið og starfað í Noregi í tuttugu og fjögur ár. Hún hefur sýnt meðal annars í The National Artist House, The Royal Palace Garden, fyrrum óperu húsinu og norska ríkisstjórnarhúsinu í Oslo, Noregi. Hún hefur verið valin til að taka þátt í sýningum í Þýskalandi og Hollandi og verið gestalistamaður á Scandinavian Institute í Róm og American Academy í Róm. www.lisapacini.org

Christine Istad vinnur með ljósmyndir, vídeó og innsetningar. Hún hefur tekið þátt í nokkrum einkasýningum og samsýningum bæði Noregi og alþjóðlega m.a. í Liquid Borders á Ítalíu, KUBE Art Museum, Henie Onstad Art Center, Oslo Art Center, og Landmark Bergen Art Hall. www.christine-istad.no

Heimasíða Travelling SUN: http://www.artubeart.blogspot.no/

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

 

ENGLISH

On Thursday March the 31st at 16:00 an open lecture by Christine Istad and Lisa Pacini about their project Travelling Sun. Room 54, department of Arts Education, Laugarnesvegi 91, 2nd floor.

Traveling SUN is a road trip and a site-specific art project by IstadPacini ArtLab, 2012- 2016. It is a polar project mainly developed for northern Scandinavia and adjacent geographical areas in the north. The Traveling SUN has already traveled 9.200 km on snowy roads in the winter darkness, in storms and freezing temperatures. The SUN is a circular light sculpture, 3 m in diameter 25 cm deep, that shifts between a wide range of warm colors. It is now installed at the Nordic House in Reykjavík.

“Our aim with the art project is to bring light to the dark winter months in the north, meet people and share with the rest of the world the beauty of the unspoiled nature that is to be found in all of the Nordic countries.”

Lisa Pacini is an American artist who has lived and worked in Norway for twenty-four years. She has exhibited at The National Artist House, The Royal Palace Garden, The former Opera House and the Central Norwegian Government building, Oslo, Norway. She has been selected to participate in exhibitions in Germany and Holland and been a visiting artist at the Scandinavian institute in Rome and The American Academy in Rome. www.lisapacini.org

Christine Istad is working with photography, video and installation. She has participated in several solo and group exhibitions in both Norway and abroad. She has exhibited at a.o. Liquid Borders, Italy, KUBE Art Museum, Henie Onstad Art Center, Oslo Art Center, and Landmark Bergen Art Hall. www.christine-istad.no 

Travelling SUN webpage: http://www.artubeart.blogspot.no/

The lecture is in English and open to everyone.