Góðir gestir frá Osló

Kór leiklistarháskólans KHIO Í OSLÓ í samstarfi við nemendur sviðslistadeildar og tónlistardeildar Listaháskóla Íslands halda sameiginlega kórtónleika í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 12. Maí kl. 15:30

Kórarnir flytja sameiginlega dagskrá sem er afrakstur tveggja daga kórvinnubúða ásamt annarri dagskrá sem hvor hópurinn flytur.  

Stjórnendur eru Björk Jónsdóttir og Jan Tariq Rui-Raman
Meðleikur: Kjartan Valdimarsson

Verið velkomin að gleðjast með okkur og hlusta á fallega kórtónlist og sólólög frá Íslandi og Noregi ásamt öðrum löndum!