Fyrsti tónleikamasterklass vetrarins fer fram á morgun, 11. október kl. 17 - 19:30 í Sölvhóli. 
 
Þessir masterklassar eru ólíkir hinum fjölmörgu hefðbundu masterklössum tónlistardeildar því hér er sjónum ekki beint að einu ákveðnu hljóðfæri eða hljóðfærafjölskyldu heldur koma fram nemendur á hin aðskiljanlegustu hljóðfæri og söngvarar einnig.  Leiðbeinendur koma úr röðum hljóðfærakennara skólans og skapar það ákaflega skemmtilegt og gefandi andrúmsloft.  Athyglin beinist oftast að tónlistinni sjálfri og túlkun hennar fremur en einhverjum tæknilegum atriðum og er lærdómsrík reynsla jafnt fyrir nemendur og kennara að fá að kynnast hugmyndum annara listamanna en sérfræðinga á þeirra eigin sviði.   Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
 

Leiðbeinendur:
Edda Erlendsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Hallfríður Ólafsdóttir, Einar Jóhannesson, Peter Máté

Píanóleikarar:
Selma Guðmundsdóttir, Richard Simm

Efnisskrá:
Johann Sebastian Bach
Partíta í a-moll, BWV1013
Allemande, Corrente, Sarabande, Bourrée angloise
Sólveig Magnúsdóttir, flauta

Felix Mendelssohn Bartholdy
Fiðlukonsert í e–moll, op.64
II. Andante
III. Allegretto non troppo- Allegro molto viva
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla

Sergej Prokofjev
Sögur gömlu ömmunnar, op.31
Moderato, Andantino, Andante assai, Sostenuto
Elísa Elíasdóttir, píanó

Sergej Prokofjev
Vals úr ballettinum Öskubuska, op.102 nr.1
Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó

Carl María von Weber
“Einst träumte meiner sel'gen Base”
aría Ännchen úr óperunni Der Freischütz
Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, sópran

Édouard Lalo
Sellókonsert í d-moll
I.Prelude, Lento – Allegro maestoso
Heiður Bjarnadóttir, selló