Miðvikudaginn 2.mars býður tónlistardeild alla áhugasama velkomna á tónleikamasterklass þar sem nokkrir kennarar deildarinnar taka sameiginlega þátt í að leiðbeina nemendum. Leiðbeinendur að þessu sinni eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svanur Vilbergsson og Peter Máté.

Efnisskrá:

1. Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, sópran: W.A.Mozart: Ach ich fühl's úr Töfraflautunni 

2. Heiður Lára Bjarnadóttir, selló: César Franck: Sónata - 1.kafli

3.Óskar Magnússon, gítar: Mauro Giuliani: Grand Overture 

4. Magnús Daníel Budai Einarsson, píanó: Claude Debussy: Clair de lune

5.Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló: J.S.Bach: Sellósvíta nr.6  -  I.Prelude

6.Lilja María, Sólveig Vaka, Stefán Ólafur, Þórdís Gerður: Olivier Messiaen: Kvartett um endalok tímans  -  2. og 4. kafli

7.Maksymilian Haraldur Frach, fiðla: Nicolo Paganini: Kaprísa nr. 20   

8. Lilja María Ásmundsdóttir, píanó: György Ligeti: VII. kafli úr Musica ricercata

Píanóleikur: Selma Guðmundsdóttir og Richard Simm