Bandaríski píanóleikarinn og fyrirlesarinn Virginia Eskin fjallar í tali og tónum um tónskáldin og píanóvirtúósana Franz Liszt (1811- 1886), Amy Beach (1867 - 1944) og Edward MacDowell (1860 - 1908) í föstudagsfyrirlestri tónlistardeildar, föstudaginn 22. mars kl. 12:45 - 13:45. 

Tónleikafyrirlesturinn, sem fram fer á ensku, verður haldinn í stofu S304, Fræðastofu 1, Skipholti 31.

Öll hjartanlega velkomin.

Virgina Eskin á að baki fjölbreyttan feril sem píanóleikari, kennari, fyrirlesari og þáttagerðarkona fyrir útvarp og sjónvarp. Hún hefur komið fram sem einleikari með ótal sinfóníuhljómsveitum í Bandaríkjunum og gefið út hljóðritanir með tónlist eftir Amy Beach, Rebecca Clark og Ruth Crawford svo einhver séu nefnd. Hún hefur lagt mikla rækt við bandaríska „rag-time“ tónlist og flutt og fjallað um tónlist sem samin er undir áhrifum af voðaverkum nasista í helförinni.  

Virginia hefur kennt og haldið fyrirlestra í háskólum víðs vegar um Bandaríkin og Evrópu og tekur reglulega þátt í endurmenntunarnámskeiðum, viðburðum fyrir eldri borgara og öðrum samfélagslega tengdum verkefnum. Hún er virt þáttagerðarkona fyrir útvarp og hefur meðal annars gert þætti fyrir NPR (National Public Radio).

--------------------------------------------------

A lecture-recital with Virginia Eskin on three piano virtuosos and composers: Edward MacDowell (1860 - 1908), Amy Beach (1867 - 1944) and Franz Liszt (1811 - 1886).

Friday, March 22 at 12:45 - 13:45 at Room S304, Skipholt 31.
Everybody welcome

Virginia Eskin is a pianist who has a long association with classical music, and has championed music by women, 1900 American repertoire, Holocaust composers, and created the Ragtime Project on the KOCH label - producing 4 CDs of Ragtime that informs the listener about America's charming genre of popular music.

Eskin enjoys an aspect of her music career by lecturing to students of all ages, at Keene State College, senior facilities, cruises, and has established a core audience of people who love to learn, love to listen.

As a radio poducer, radio host, and television artist, Eskin specializes in sharing the excitement of lesser-known musicians, composers, and has a track record of prize winning radio series - 1st Ladies of Music (two sequels), CBS television appearances, NPR special pograms with Susan Stamberg, and recently as a host for orchestra concerts.