Útskriftarnemar á fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands sýna lokaverkefni sín á tískusýningu í Hafnarþorpinu þann 5. maí kl 20.

Á sýningunni kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun er einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda.

 

Níu fatahönnuðir útskriftast af námsbrautinni að þessu sinni en það eru þau:

Arna Inga Arnórsdóttir
Atli Geir Alfreðsson
Auður Ýr Gunnarsdóttir
Eydís Elfa Örnólfsdóttir
Fawencha Rosa
Halldór Karlsson
Kári Eyvindur Hannesson
Tekla Sól Ingibjartsdóttir
Þorsteinn Muni Jakobsson

 

Sýningarstjóri er Anna Clausen

Leiðbeinendur lokaverkefna voru Anna Clausen, Arnar Már Jónsson, Elva María Káradóttir, Erna Einarsdóttir, Helga Lára Halldórsdóttir, Magnea Einarsdóttir, Sólveig Dóra Hansdóttir og Þórunn María Jónsdóttir.

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun er hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands. Verk útskriftarnema verða síðar til sýnis á útskriftarsýningu, BA nema í hönnun og myndlist, á Kjarvalsstöðum sem opnar 21. maí næstkomandi.

 

Styrktaraðilar sýningarinnar eru: eskimo, Hárakademían, Make-Up studio Hörpu Kára og SHISEIDO.

 

 

//

 

 

Fashion design students from Iceland University of the Arts will showcase their BA graduate collections.

The graduate collections are individual projects that consist of research, design and making of a collection of clothing under the guidance of instructors.

 

Nine fashion designers will graduate this year and they are:

Arna Inga Arnórsdóttir
Atli Geir Alfreðsson
Auður Ýr Gunnarsdóttir
Eydís Elfa Örnólfsdóttir
Fawencha Rosa
Halldór Karlsson
Kári Eyvindur Hannesson
Margrét Rún Styrmisdóttir
Tekla Sól Ingibjartsdóttir
Þorsteinn Muni Jakobsson

 

The show is curated by Anna Clausen

The instructors were Anna Clausen, Arnar Már Jónsson, Elva María Káradóttir, Erna Einarsdóttir, Helga Lára Halldórsdóttir, Magnea Einarsdóttir, Sólveig Dóra Hansdóttir and Þórunn María Jónsdóttir.

The IUA Graduate Fashion Show is part of an extensive program of Graduation Ceremony of the Iceland University of the Arts. The collections will also be exhibited later at the Fine Arts and Design BA exhibition at Kjarvalsstaðir, which opens on May 21st.

 

The sponsors for the fashion show are: eskimo, Hárakademían, Make-Up studio Hörpu Kára og SHISEIDO.