Útskriftartónleikar Þorvalds Arnar Davíðssonar af tónsmíðabraut LHÍ fara fram í Langholtskirkju sunnudaginn 5. maí kl. 15. Flytjendur eru Hljómeyki og Miðbæjarkvartettinn og stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Útskriftarverkefnið hverfist um þrjá texta sem skipa stóran sess í kirkjutónlistinni. Þetta eru systurtextarnir Lofsöngur Maríu og Lofsöngur Simeonis og föstutextinn Stabat Mater sem lýsir sorgarraunum Maríu við krossinn. Unnið er bæði með latneska texta og íslenskar þýðingar þeirra en útskriftarverkefnið er í formi samtals á milli tungumála textanna þar sem þeir íslensku fá einfaldari og aðgengilegri umgjörð. Aftur á móti leitast Þorvaldur við að nýta eiginleika kóranna á fjölbreytilegri hátt í latnesku verkunum. 

Lofsöngur Maríu
Magnificat

Lofsöngur Simeonis Nunc Dimittis

Stóð við krossinn
Stabat Mater

Flytjendur eru kórinn Hljómeyki og Miðbæjarkvartettinn.

Þorvaldur Örn Davíðsson (f. 1990) útskrifaðist frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 2012 með framhaldspróf í píanóleik. Síðan hélt hann til höfuðborgarinnar og árið 2015 útskrifaðist hann með BA í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Tryggva M. Baldvinssonar. Þá hóf Þorvaldur Örn nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem hann er nú á lokastigum kantorsnámsins. Árið 2017 hóf Þorvaldur mastersnám í tónsmíðum en þar hafa kennarar hans verið Hreiðar Ingi Þorsteinsson og síðar Hugi Guðmundsson.

Þorvaldur hefur lagt áherslu á kórtónsmíðar undanfarin ár og samið verk fyrir marga kóra. Þar að auki hefur hann fengist við kórstjórn og unnið sem kórstjóri við Langholtskirkju og stýrt Gradualekórnum og Graduale Nobili frá árinu 2017. Síðastliðinn vetur hefur hann einnig stýrt kórnum Hljómeyki. Þorvaldur hefur fengist við ýmis félagsstörf og er einn af stofnendum listakollektífsins Alvör en að auki er hann í stjórn Íslensku óperunnar.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)