Útskriftartónleikar Steinu Kristínar, víóluleikara, frá LHÍ fara fram í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 7. maí kl. 20. Á efnisskrá er tónlist eftir J. S. Bach, Jóhannes Brahms, William Walton og Rebeccu Clarke. Auk Steinu koma fram á tónleikunum þau Una María Bergmann, söngkona, Guðný Charlotta Harðardóttir, píanóleikari og Richard Simm, píanóleikari og aðjúnkt við tónlistardeild LHÍ.

Steina Kristín hóf fiðlunám 5 ára gömul í Tónlistarskóla Bessastaðahrepps þar sem kennari hennar var Guðmundur Kristmundsson, en fyrir tilstilli hans skipti hún fáeinum árum síðar yfir á víólu. Haustið 2010 lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík til Þórunnar Óskar Marinósdóttur. Þaðan lauk hún framhaldsprófi vorið 2015 og hóf í framhaldinu B.Mus nám í hljóðfæraleik við LHÍ þar sem hún hefur notið áframhaldandi leiðsagnar Þórunnar.

Steina Kristín hefur mikið spilað með ungmennahljómsveitum hérlendis, svo sem Sinfóníuhljómsveit Unga fólksins, Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, Ungsveit SÍ, auk þess að hafa tekið þátt í Orkester Norden árin 2013 og 2014. Hún hefur verið varamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2015 auk þess sem hún hefur spilað í stórum sem smáum óperuhljómsveitum svo sem í uppfærslum Íslensku óperunnar á Toscu, Brothers og Hans og Grétu, og óperunum Korninu og Þrymskviðu á Óperudögum síðastliðið haust.

Efnisskrá:

J. S: Bach (1685 - 1750): 
Sellósvíta nr. 5, BMW 1011
-Prelude

William Walton (1902 - 1983):
Víólukonsert
-1. kafli, Andante Comodo

Johannes Brahms (1833 - 1897):
Zwei Gesänge, op. 91
-Gestillte Sehnsucht, Adagio espressivo
-Geistliches Wiegenlied, Andante con moto

Rebecca Clarke (1886 - 1979): 
Sónata fyrir víólu og píanó eftir 
-1. kafli, Impetuoso
-2. kafli, Vivace

Flytjendur auk Steinu eru Richard Simm, píanó, Una María Bergmann, söngur og Guðný Charlotta Harðardóttir, píanó.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)