Útskriftartónleikar Snæfríðar Maríu Björnsdóttur fara fram í Salnum í Kópavogi, þriðjudaginn 30. apríl kl. 21.

Á efnisskrá eru verk eftir W. A. Mozart, Richard Strauss, Jórunni Viðar, Tryggva M. Baldvinsson og fleiri. Auk Snæfríðar koma fram á tónleikunum píanóleikararnir Aladar Racz og Hjalti Þór Davíðsson.

Tónleikarnir eru hluti af útskriftarhátíð LHÍ. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Snæfríður María Björnsdóttir er fædd árið 1995 og hóf fiðlunám fjögurra ára hjá Guðrúnu Þórarinsdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs. Hún hóf söngnám árið 2014 og var í tvo vetur hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs. 

Haustið 2016 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands hjá Þóru Einarsdóttur, Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristni Sigmundssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Innan veggja LHÍ hefur hún verið virk í flutningi samtíma- og tilraunatónlistar og flutt tónlist eftir samnemendur og önnur samtímatónskáld.

Snæfríður hefur m.a. sótt masterklassa hjá David Jones, Karitu Mattilla, Stewart Skelton og Ryan Driscoll. Sumarið 2017 tók hún þátt í námskeiði á vegum Sönghátíðar í Hafnarborg.  Sumarið 2018 bauðst henni að taka þátt í samstarfsverkefni Hörpu og LHÍ, Summer Talents. 

Snæfríður hefur verið meðlimur Hljómeykis frá haustinu 2017, bæði undir stjórn Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur og Þorvaldar Arnar Davíðssonar og í vetur söng hún einnig í Kammerkór Seltjarnarneskirkju undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar. 

Hún hefur komið fram sem einsöngvari með Hljómeyki og kór LHÍ. Snæfríður stefnir á frekara nám í óperusöng eftir ár. 

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)