Skerpla, tilraunatónlistarhópur LHÍ,  býður til tónleika í Miðju, S308, Skipholti 31 föstudaginn, 22. mars, kl. 12:15-12:40.

Tónleikarnir eru afrakstur tveggja daga vinnustofu hópsins með norsku tónlistarmönnunum Michael Francis Duch, Eirik Hegdal og Tor Haugerud en á tónleikunum verður m.a. flutt verk eftir enska tónskáldið Cornelius Cardew (1936 - 1981).
Öll velkomin.

Um Skerplu

Skerpla er tilraunatónlistarhópur Listaháskóla Íslands, stofnaður haust 2018. Markmið hópsins er að kanna, skapa og flytja tónlist, sem er ýmist af tilraunakenndum toga, víkkar út fyrirframgefnar hugmyndir um eðli tónlistar, felur í sér rannsókn þar sem óvissa ríkir um útkomuna – sem er oft alls ekki aðalatriðið – eða þar sem meginforsendur ráðast af framkvæmd verksins.

Á stuttum starfstíma sínum hefur hópurinn komið fram á tónleikum í Mengi, Hafnarborg og á listahátíðinni Cycle. Berglind María Tómasdóttir, dósent við tónlistardeild LHÍ, er stjórnandi Skerplu. 

 
---------------------------------------------------------------------------------
 
Pop-up concert on Friday, March 22 at 12:15-12:45 in Miðjan, S308, Skipholt 31. 

Skerpla, Michael Francis DuchEirik Hegdal  and Tor Haugerud
Programme will include works by the English composer Cornelius Cardew (1936 - 1981) and more.

Everybody welcome.

Founded in 2018, Skerpla is Iceland University of the Arts Experimental Music Ensemble. Skerpla explores, creates and performs experimental music. Skerpla has performed at various venues and festivals like Mengi, Hafnarborg and Cycle Festival.

The leader of Skerpla is Berglind María Tómasdóttir, associate professor at the Iceland University of the Arts.